Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 00:53 Gunnar Ingi og Magnús Stefán voru léttir í bragði þrátt fyrir stöðuvatnið á Miklubraut. Vísir Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. „Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
„Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17
Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34