Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 00:53 Gunnar Ingi og Magnús Stefán voru léttir í bragði þrátt fyrir stöðuvatnið á Miklubraut. Vísir Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. „Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17
Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34