Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Vísir/Arnar Halldórsson Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. „Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
„Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent