Guðmundur á leiðinni til Álaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 18:30 Guðmundur Þórarinsson í vináttulandsleik Íslands og Póllands á síðasta ári. Getty/Mateusz Slodkowski Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson er lentur í Álaborg og mun skrifa undir samning við knattspyrnufélagið þar í bæ á næstu dögum. Frá þessu greindi fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason á Twitter-síðu sinni í dag. Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira