Á besta aldri í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun