Betri en Fasteignaskatturinn Davíð Stefán Reynisson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun