Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 12:31 Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en gerði slæm mistök á síðasta keppnisdegi sínum. Getty/Jean Catuffe Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport