Man ekki eftir öðrum eins forföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 12:25 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Vísir/Egill Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira