Þriggja ára stelpa orðin ein af eigendum bandarísk fótboltaliðs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 09:30 Kaavia James Union Wade er með yfir tvær milljónir sem fylgjast með henni á Instagram. Instagram/@kaaviajames Kaavia James Union Wade er aðeins þriggja ára gömul en er þrátt fyrir að vera enn á leikskólaaldri orðin ein af eigendum bandaríska fótboltaliðsins Angel City FC í Los Angeles. Angel City FC er að koma inn í bandarísku kvennadeildina en það er í eigu margra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á öðrum sviðum en í fótbolta. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Kaavia James kemur nú inn í eigandahópinn ásamt móður sinni Gabrielle Union og söngkonunni Christinu Aguilera. Kaavia á auðvitað mjög þekkta foreldra því Gabrielle móðir hennar er leikkona og faðir hennar er NBA goðsögnin Dwyane Wade. Kaavia er kölluð þriggja ára áhrifavaldur í fréttatilkynningu Angel City FC um nýju eigenduna. Það fylgir líka sögunni að hin fimm ára dóttir Serenu Williams, Alexis Olympia Ohanian Jr., er einnig orðin einn af eigendunum félagsins og eru því tveir af eigendum liðsins á leiksskólaaldri. Lailaa, dóttir körfuboltagoðsagnarinnar Candace Parker, er síðan þriðja dóttirin sem er komin í eigandahópinn en hún er löngu búinn með leikskólann. The star-studded group behind the newest NWSL club now has two investors below the age of five.Welcome to @weareangelcity, Kaavia James Union Wade and Alexis Olympia Ohanian Jr. https://t.co/umuVzqHTHd pic.twitter.com/BS91zEVgBK— The Athletic (@TheAthletic) February 16, 2022 Kaavia James er líka með tvær milljónir fylgjenda á Instagram og síða hennar því góður vettvangur til að kynna þetta nýjasta íþróttalið í Los Angeles borg. Fyrstar í eigandahópnum voru leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner og Eva Longoria, bandaríska fótboltagoðsögnin Mia Hamm og tennisstjarnan Serena Williams. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn en 49 aðilar voru kynntir til leiks að þessu sinni. Angel City FC verkefnið var kynnt árið 2020 en fyrsta tímabilið verður í ár. Bandaríska landsliðskonan Christen Press var fyrsti leikmaður liðsins og hin enska Freya Coombe verður fyrsti þjálfarinn. Eniola Aluko, fyrrum ensk landsliðskona, er fyrsti íþróttastjóri félagsins. With the announcement of today's Series A investment, Angel City FC now has THREE mother-daughter investment duos:- Candace Parker and her daughter, Lailaa- Serena Williams and her daughter, Olympia- Gabrielle Union and her daughter, Kaavia James pic.twitter.com/IteuUJjj1a— Front Office Sports (@FOS) February 16, 2022 NWSL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Angel City FC er að koma inn í bandarísku kvennadeildina en það er í eigu margra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á öðrum sviðum en í fótbolta. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Kaavia James kemur nú inn í eigandahópinn ásamt móður sinni Gabrielle Union og söngkonunni Christinu Aguilera. Kaavia á auðvitað mjög þekkta foreldra því Gabrielle móðir hennar er leikkona og faðir hennar er NBA goðsögnin Dwyane Wade. Kaavia er kölluð þriggja ára áhrifavaldur í fréttatilkynningu Angel City FC um nýju eigenduna. Það fylgir líka sögunni að hin fimm ára dóttir Serenu Williams, Alexis Olympia Ohanian Jr., er einnig orðin einn af eigendunum félagsins og eru því tveir af eigendum liðsins á leiksskólaaldri. Lailaa, dóttir körfuboltagoðsagnarinnar Candace Parker, er síðan þriðja dóttirin sem er komin í eigandahópinn en hún er löngu búinn með leikskólann. The star-studded group behind the newest NWSL club now has two investors below the age of five.Welcome to @weareangelcity, Kaavia James Union Wade and Alexis Olympia Ohanian Jr. https://t.co/umuVzqHTHd pic.twitter.com/BS91zEVgBK— The Athletic (@TheAthletic) February 16, 2022 Kaavia James er líka með tvær milljónir fylgjenda á Instagram og síða hennar því góður vettvangur til að kynna þetta nýjasta íþróttalið í Los Angeles borg. Fyrstar í eigandahópnum voru leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner og Eva Longoria, bandaríska fótboltagoðsögnin Mia Hamm og tennisstjarnan Serena Williams. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn en 49 aðilar voru kynntir til leiks að þessu sinni. Angel City FC verkefnið var kynnt árið 2020 en fyrsta tímabilið verður í ár. Bandaríska landsliðskonan Christen Press var fyrsti leikmaður liðsins og hin enska Freya Coombe verður fyrsti þjálfarinn. Eniola Aluko, fyrrum ensk landsliðskona, er fyrsti íþróttastjóri félagsins. With the announcement of today's Series A investment, Angel City FC now has THREE mother-daughter investment duos:- Candace Parker and her daughter, Lailaa- Serena Williams and her daughter, Olympia- Gabrielle Union and her daughter, Kaavia James pic.twitter.com/IteuUJjj1a— Front Office Sports (@FOS) February 16, 2022
NWSL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira