Sigur Liverpool var afar sannfærandi og ljóst að mikið þarf að breytast fyrir seinni leikinn, sem fram fer á Anfield, heimavelli Liverpool, ætli Ítalíumeistarar Inter sér áfram.
Þrátt fyrir það segir Robertson að álíka frammistaða og í kvöld muni ekki skila Liverpool áfram í 8-liða úrslitin.
„Við verðum að gera betur en við gerðum í kvöld til að tryggja að við komumst áfram,“
„En það er gott að eiga þessi tvö mörk. Það breytir því ekki að ef við skilum ekki góðri frammistöðu á Anfield þá munum við ekki fara áfram,“ segir Robertson.