Taylor er 37 ára gömul og var að vinna verðlaun á sínum fjórðu Ólympíuleikum. Hún vann silfur á leikunum í Sochi 2014 og í Pyeongchang 2018 auk þess að vinna brons á leikunum í Vancouver árið 2010.
Þetta voru aftur á móti fyrstu Ólympíuverðlaun hennar síðan Elana eignaðist soninn Nico.
Nico kom í heiminn í upphafi kórónuveirufaraldursins árið 2020 og hann fæddist með Down heilkenni. Eiginmaðurinn er Nic Taylor sem var bobsleðamaður og er nú þjálfari.
Taylor átti að vera fánaberi Bandaríkjamanna á leikunum en missti af tækifærinu eftir að hún greindist með kórónuveiruna. Hún náði sér hins vegar í tíma fyrir keppnina á bobsleðanum og náði þar öðru sæti á eftir löndu sinni Kaillie Humphries sem er einu ári yngri.
Eftir keppnina þá birti Elana mjög sætt myndband af syni sínum að leika sér með Ólympíusilfrið sem mamma hans var nýbúin að fá afhent. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.