Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:36 Fjölga þarf lögreglumönnum og auka rannsóknarheimildir lögreglu, að sögn stjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“ Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“
Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira