Í beinni: Hver verður formaður Eflingar? Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 20:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, Guðmundur Baldursson og Ólöf Helga Adolfsdóttir berjast um formannssætið. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Reykjavík Hveragerði Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira