Í beinni: Hver verður formaður Eflingar? Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 20:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, Guðmundur Baldursson og Ólöf Helga Adolfsdóttir berjast um formannssætið. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Reykjavík Hveragerði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira