Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. febrúar 2022 19:35 Haffý segir son sinn Alexander hafa verið einstaklega rólegan á meðan á öllu þessu stóð. aðsend Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira