„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 08:01 Fv.: Gunnar Pálsson verkfræðingur og Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri eru báðir hluteigendur í Héðni hf., sem á þessu ári fagnar 100 ára afmæli sínu. Gunnar hefur starfað í Héðni í hartnær þrjátíu ár og Rögnvaldur í um aldarfjórðung. Saga Héðins hf. er ekki aðeins saga um fyrirtæki sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins í dag, heldur einnig saga um fólk og samfélag í 100 ár. Vísir/Vilhelm Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. „Markús Ívarsson og Bjarni Þorsteinsson keyptu Járnsmiðju Bjarnhéðins árið 1922 en hún hafði þá ekki verið starfrækt í tvö ár. Járnsmiðjuna keyptu þeir af ekkju Bjarnhéðins. Þaðan er nafnið Héðinn komið, því fyrirtækið var skýrt þessum Bjarnhéðni til heiðurs,“ segir Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri Héðins hf. um það hvernig það kom til að vélsmiðjan Héðinn var stofnuð þann 1.nóvember árið 1922. Fá fyrirtæki á Íslandi eiga sér 100 ára gamla sögu og enn færri fyrirtæki eru aldargömul og þó með afkomendur stofnanda enn í hluthafahópi. Það á þó við um Héðin hf. sem í heila öld hefur verið eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmiðnaðar og véltækni. Í dag eru 45% hluteigendur í Héðni þeir Rögnvaldur Einarsson, Gunnar Pálsson og Ingimar Bjarnason. Rögnvaldur er framkvæmdastjóri Héðins, Gunnar starfar þar sem verkfræðingur en Ingimar er stjórnarmaður í Héðni og stjórnarformaður Héðins hurða. Aðrir hluteigendur eru lykilstarfsmenn og afkomendur Markúsar Ívarssonar. Stærstu verkefni Héðins eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði. Saga Héðins snýst þó um annað og meira en hvað fyrirtækið hefur afrekað í rekstri og verkefnum. Því saga Héðins er ekkert síður saga um fólk og samfélag í 100 ár. Fyrsta húsnæði Héðins var í Aðalstræti 6, þar sem Morgunblaðshöllin reis síðar. Aðalstræti er af mörgum kölluð fyrsta gata Reykjavíkur og taldist fyrsta iðnaðarhverfi borgarinnar. Í fyrstu var gatan kölluð Hovedgaden, síðar Adelsgaden, þá Klubsgaden en árið 1848 fékk gatan heitið Aðalstræti. Vélsmiðja Héðins var 60 fm að stærð en húsið var byggt árið 1895. Þessi mynd er tekin árið 1942.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Vísir Fyrsta iðnaðarhverfið í Reykjavík: Aðalstræti Upphaf Héðins má rekja til ársins 1892. Þá keypti Sigurður nokkur Jónsson lóðina Aðalstræti 6 og hóf þar rekstur járnsmiðju þremur árum síðar. Á Aðalstræti 6 reis Morgunblaðshöllin síðar. Um aldamótin 1900 kaupir Bjarnhéðinn Jónsson járnsmiðjuna og rekur hana undir sínu nafni þar til hann lést í lok árs 1920. Til að fá tilfinningu fyrir Reykjavík þessa tíma er ágætt að rifja aðeins upp sögu Aðalstrætis, götunnar sem margir kalla fyrstu götu Reykjavíkur. Og taldist fyrsta iðnaðarhverfi borgarinnar. Lengi var gatan kölluð stígur eða allt þar til byggingaframkvæmdir breyttu ásýnd götunnar tímabilið 1752-1759, oft kennt við tímabil Innréttinga Skúla fógeta. Þær framkvæmdir lögðu drög að því sem síðar varð, en í fyrstu var gatan þó kölluð Hovedgaden, síðar Adelsgaden, þá Klubsgaden. Árið 1848 fékk gatan loks formlega heitið Aðalstræti. Húsnæði Héðins í Aðalstræti var um 60 fermetrar að stærð og stóð á baklóð. Bjarnhéðinn hafði þá þegar stækkað húsið og byggt aðra hæð ofan á sem íbúð. Þar bjuggu Bjarnhéðinn og eiginkona hans, en þessi íbúð var síðar nýtt sem skrifstofuhúsnæði Héðins. „Ég veit reyndar að eitt sinn þurfti að gera gat á eldhúsgólfið í íbúðinni. Því það var verið að vinna að verki sem ekki rúmaðist innan verkstæðisins og menn björguðu sér þá með því að gera gat upp á aðra hæð þótt það þýddi gat í miðju eldhúsinu,“ segir Gunnar og hlær. Fyrir járnsmiðjuna höfðu Markús og Bjarni greitt 60.000 krónur. Þekktasta húsnæði Héðins er hins vegar Héðinshúsið á Seljavegi. Þar opnaði nýverið veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar. Um Héðinshúsið á Seljavegi verður nánar fjallað um síðar. Í dag er Héðinn í 8000 fermetra húsnæði að Gjáhellu 6 í Hafnarfirði. Lóðin er 22000 fermetrar að stærð og segir Rögnvaldur nokkuð fyrirséð að Héðinn mun stækka í framtíðinni, þótt engin áform séu um stækkun nákvæmlega núna. Í dag er Héðinn hf. til húsa í 8000 fermetra húsnæði í Gjáhellu í Hafnarfirði. Lóðin sjálf er 22.000 fermetrar og gera áætlanir ráð fyrir að Héðinn muni stækka enn frekar í framtíðinni. Til viðbótar er Héðinn með þjónustumiðstöð á Grundartanga og útibú í Noregi. Héðinn er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Íslands samkvæmt mati Creditinfo og hefur verið það frá því að Creditinfo kynnti það stykleikamat til sögunnar. Um 100 manns starfa hjá Héðni.Vísir/Vilhelm Bjarni og Markús Bjarni var fæddur í Reykjavík árið 1897. Um fermingu hóf hann að læra járnsmíði hjá föður sínum, sem á þeim tíma taldist til þekktra járnsmíðameistara í Reykjavík. Bjarni var meðal fyrstu nemenda Vélstjóraskóla Íslands sem stofnaður var árið 1915. Bjarni fór síðan erlendis í frekari nám og starfaði þar um tíma. Í afmælisriti Héðins árið 1952 er sagt frá námi Bjarna erlendis, sem meðal annars fól í sér að læra hvernig reka ætti stórfyrirtæki. „Allt þetta tók hann 4 ár. Hafði hann á þessum árum bæði fengið góða teoretiska menntun í járnsmíði og vélfræði, og kynnzt og séð hvernig stór fyrirtæki voru rekin í iðngrein sinni.“ Markús var hins vegar úr sveit. Markús fæddist árið 1884 á Vorsabæjarhjáleigu í Flóa og ólst þar upp. Snemma fór Markús að vinna við trésmíðar, samhliða því að róa nokkrar vertíðir á opnum bát. Markús útskrifaðist sem vélstjóri frá Véladeild Stýrimannaskólans árið 1913 og var á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar á siglingum víða um höf. Markús var meðal annars vélstjóri á togaranum Braga sem árið 1916 var hertekinn og lenti um tíma í þjónustu Þýskalandskeisara. Síðar var togarinn hertekinn af breska flotanum en þegar þetta var, héldu flestir heima á Íslandi að togarinn hefði farist af stríðsvöldum. Leiðir Bjarna og Markúsar lágu saman þegar þeir störfuðu báðir síðar hjá járnsmiðjunni Hamri. Þar kviknaði hugmyndin um að kaupa járnsmiðju Bjarnhéðins heitins, en hún hafði þá ekki verið í starfsemi í tvö ár eftir að Bjarnhéðinn lést. Markmið Bjarna og Markúsar var að starfrækja vélsmiðju sem sérhæfði sig í skipaviðgerðum. Tækjabúnaður var frekar fábrotinn í upphafi: Tveir rennibekkir, knúnir olíuhreyflum. Handsnúin borvél. Fótstiginn smergelskífa. Markús og Bjarni réðu strax fjóra menn til vinnu. Tveimur mánuðum eftir stofnun fyrirtækisins, voru starfsmennirnir orðnir sjö. Sjálfir þóttu Markús og Bjarni miklir dugnaðarforkar en um upphafsár Héðins segir um þá félaga í Morgunblaðsgrein: Sjálfir unnu þeir nótt með degi að heita mátti, því starfsáhugi þeirra var frábær.“ Markús og Bjarni voru báðir lærðir vélstjórar. Markús útskrifaðist af Véladeild Stýrimannaskólans árið 1913 en Bjarni var einn af fyrstu nemendunum til að útskrifast úr Vélstjóraskólanum, sem stofnaður var árið 1915. Hér má sjá útskriftarplakat Véladeildarinnar þegar Markús útskrifaðist. Á tímum fyrri heimstyrjaldar var Markús vélstjóri á togaranum Braga sem var hertekinn af Þjóðverjum og síðar Bretum. Héldu flestir á Íslandi að togarinn hefði farist í stríðsátökum. Uppeldisstöð með meiru Margir sem starfað hafa í Héðni hafa starfað þar lengi. Jafnvel í ríflega hálfa öld. Rögnvaldur hefur starfað í Héðni í um aldarfjórðung. Gunnar er verkfræðingur og hefur starfað þar í hartnær þrjátíu ár. Þetta gengur reyndar þannig fyrir sig að hér höfum við margir byrjað sem lærlingar. Síðan förum við í burtu í nám og komum aftur. Prófum síðan að vinna einhvers staðar annars staðar en komum síðan aftur hingað,“ segir Gunnar og Rögnvaldur kinkar kolli til staðfestingar. Reyndar rímar þetta vel við það sem fram kemur í Morgunblaðsgrein um Héðinn um miðja síðustu öld. Þar segir: „Héðinn hefur verið uppeldisstöð hinna ungu járnsmiðja. Hafa 250 nemendur lokið þar járnsmiðjanámi.“ Rögnvaldur og Gunnar segja að þótt margt hafi á dagana drifið þessi 100 ár sem Héðinn hafi starfað, hafi fyrirtækið þó aldrei horfið frá kjarnastarfseminni en það eru skipaviðgerðir og verkefni fyrir sjávarútveginn. Klössun á togaranum Jóni forseta var til dæmis stórt verkefni hjá fyrirtækinu árið 1924. Þá þótti það mikið afreksverk þegar Héðinn náði að gera við stýrisstamma togarans Hilmis í kjölfar Halaveðursins árið 1925. Það var gert með því að logsjóða stýrisstammann saman í kokseldi. Í Halaveðrinu árið 1925 barðist fjöldi sjómanna við hamslaust óveður á Halamiðunum norðvestur af Vestfjarðakjálka. Tveir togarar fórust og 74 sjómenn drukknuðu. En Héðinn var ekki aðeins leiðandi sem uppeldisstöð í iðngreininni, heldur einnig sem leiðandi afl í þróun. Þannig fluttu Héðinn inn fyrstu rafsuðuvélina til Íslands árið 1926 sem þótti mikil bylting. Árið 1927 unnu Héðinn og vélsmiðjan Hamri sameiginlega að verkefni sem taldist það stærsta sem íslenskar vélsmiðjur höfðu nokkurn tíma ráðist í að gera: Að reisa olíugeyma fyrir Shell í Skerjafirði. Um 50-100 manns unnu að því verkefni daglega, nokkuð sem segir mikið um það hversu umfangsmikið verkefnið var. Í litlu kreppunni um og eftir 1930 dró nokkuð úr stærri verkefnum. Héðinn tók þá að smíða ýmsa smærri vörur. Til dæmis járnhúsgögn, hjólbörur, lifravinnslutæki og kertastjaka en allt voru þetta vörur sem Héðinn sýndi á iðnsýningu í Reykjavík árið 1932. Stutt var þó í einn helsta uppgangstíma fyrirtækisins sem segja má að hafi hafist nokkru fyrir síðari heimstyrjöldina og staðið yfir allt þar til síldin hvarf við Íslandsstrendur. Sem dæmi um stór verkefni á fjórða áratugnum má nefna fyrstu síldarverksmiðjuna á Seyðisfirði sem Héðinn reisti árið 1936. Það sama ár vann Héðinn stórt verkefni fyrir Sogsvirkjun. Árið 1937 reisti Héðinn frystihús á Þórshöfn og á Kópaskeri en einnig síldarbræðslur á Húsavík, Bíldudal og á Akranesi. En þá kom áfallið. Þann 9.desember árið 1939 lést Bjarni Þorsteinsson úr lungnabólgu. Þá voru starfsmenn Héðins 87 talsins. Svo sannarlega hefur ýmislegt breyst í vinnufatnaði síðan þessi mynd var tekin, en hér má sjá Bjarna með lærlingnum Jafet Hjartarsyni; báðir með bindi! Frá upphafi hafa margir byrjað sinn starfsferil í Héðni sem lærlingar og svo margir hafa þeir verið, að fjölmiðlar vísuðu til Héðins sem mikilvægrar uppeldisstöðvar í faginu fyrstu áratugi síðustu aldar. Héðinn/Vísir Tengdasonur Markúsar: Sveinn í Héðni Árið 1941 tekur Sveinn Guðmundsson við sem forstjóri. Þá vakt stóð Sveinn í á fjórða áratug enda síðar oftast nefndur Sveinn í Héðni. Tímabilið 1965-1971 sat Sveinn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, samhliða forstjórastarfinu í Héðni. Á því tímabili hófust fyrstu umræður um þær breytingar að þingmenn gætu einblítt á þingstarfið og hætt að sinna öðrum störfum samhliða. Rökstuðningurinn var sá að þingmannastarfið væri orðið svo viðamikið en það var Eysteinn Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem lagði fram þingsályktunartillögu til að breyta þessu, það var árið 1968.Af vef Alþingis Sveinn sagði frá því síðar að forstjórastarfið hefði í raun verið ákveðið nokkru áður en Bjarni lést. Bjarni hefði komið til sín askvaðandi einn daginn og tilkynnt honum að hann héldi að hann yrði ekki langlífur. Sagði Bjarni við hann að ef svo færi, væri það þá ákveðið að Sveinn yrði forstjóri. Eins og síðar varð. Upphaf Sveins hjá Héðni var keimlíkt upphafi svo margra starfsmanna hjá Héðni fyrr og síðar: Hann byrjaði sem lærlingur. Það var árið 1929 en árið 1933 hélt hann í framhaldsnám til Svíþjóðar. Markús og Bjarni studdu hann í það nám. Í Svíþjóð nam vélfræði og lauk prófi frá Tækniskólanum í Stokkhólmi árið 1936. Á sama tíma og Sveinn var í Svíþjóð var þar einnig í námi dætur Markúsar, þær Helga og Guðrún. Helga og Sveinn giftust árið 1937 og eignuðust saman sex börn; þrjá syni og þrjár dætur. Yngsta dóttirin lést þó aðeins sjö mánaða gömul. Þegar Sveinn kom heim frá Svíþjóð byrjaði hann á því að sjá um viðhald prentvéla hjá Ísafold. Fyrir þá vinnu fékk hann 60 krónur greiddar frá Héðni vikulega. Næsta verkefni Sveins var síðan að fara á Seyðisfjörð þar sem hann hafði umsjón með nýju síldarverksmiðjunni sem Héðinn reisti þar. Sveinn fæddist árið 1912 en lést árið 1988, þá 75 ára. Helga lést hins vegar mun fyrr, aðeins 53 ára gömul. Þegar heilsan fór að bresta tóku synir Sveins og Helgu við keflinu í Héðni. Fyrst undir forystu Sverris sem er elstur bræðranna, en síðar undir forystu Guðmundar Sveins sem er yngstur. Hópmyndataka af starfsfólki Héðins sem tekin var fyrir utan Seljaveg árið 1945. Héðinshúsið á Seljavegi er þekktasta húsnæði Héðins frá upphafi en nýverið var opnaður þar veitingastaður sem heitir Héðins Kitchen & Bar. Héðinn réðst í að byggja húsið árið 1941 og þar opnaði verslun á jarðhæð árið 1942. Ári síðar, eða árið 1943, fluttist síðan starfsemi Héðins í heild sinni frá Aðalstræti og í Héðinshúsið.Héðinn/Vísir Öflugt félagslíf starfsmanna Á fimmta áratug síðustu aldar voru verkefni Héðins ærin og stór. Til dæmis reisti Héðinn síldarverksmiðjuna Rauðku á Siglufirði, fiskimjölsverksmiðjur í Njarðvík og Keflavík, lýsisgeyma á Ólafsfirði, olíutanka og margt fleira. Þá var Héðinn ávallt í fararbroddi með smíði og þróun ýmissa tækja og viðgerða fyrir sjávarútveg og stóriðju. En ekkert síður er merkilegt að rýna í félagslíf starfsfólks Héðins og fjölskyldna þeirra á þessum tíma. Á efstu hæð Héðinshúss á Seljavegi var stór salur sem kallaður var Héðinsnaust. Þar má segja að viðburðir hafi verið haldnir nánast upp á hvert kvöld. Spilakvöld og taflkvöld sem dæmi. Þá var Karlakór Héðins starfræktur og dugði ekkert minna en að klæðast kjól og hvítt þegar kórinn kom fram. Starfsmenn Héðins héldu líka úti sérstöku fótboltaliði. Gerðist það lið svo frægt að halda út til Danmerkur og keppa þar á leik. Mér skilst reyndar að þegar knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað árið 1951 hafi liðsmenn þar meira og minna verið starfsmenn í Héðni,“ segir Gunnar. Á ljósmyndum af fjölmennari viðburðum starfsmanna má sjá starfsfólk og maka í sínu fínasta pússi. Yngri konur í tískufatnaði þess tíma en þær eldri í íslenskum upphlut. „Það var náttúrulega ekkert sjónvarp og mun minna um afþreyingu í Reykjavík á þessum tíma. Kannski einna helst átthagafélög sem stóðu fyrir viðburðum. En með tæplega 500 manna starfsmannahópi var félagslífið vægast sagt mjög öflugt,“ segja Gunnar og Rögnvaldur. Til að setja hlutina í samhengi við borgarlífið á þessum tíma má nefna að árið 1949 voru starfsmenn Héðins 474 talsins. Það sama ár, voru íbúar alls höfuðborgarsvæðisins um 63 þúsund. Í dag eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu um 236 þúsund og telst Héðinn enn stór og fjölmennur vinnustaður, með um 100 manns í vinnu. Félagslíf starfsmanna í Héðni var vægast sagt blómlegt og má segja að viðburðir hafi verið haldnir í Héðinshúsinu á hverju kvöldi á fimmta áratug síðustu aldar. Taflkvöld, spilakvöld, karlakór og fleira auk þess sem starfsmenn héldu úti sérstöku fótboltaliði. Hér má sjá hópamynd af starfsfólki tekna í Héðinsnausti, en það var salurinn á efstu hæð í Héðinshúsi sem starfsmenn höfðu til umráða fyrir ýmislegt félagslíf.Héðinn/Vísir Markús: Fyrsti íslenski listaverkasafnarinn Árið 1943 varð Markús bráðkvaddur. Banamein hans var hjartaáfall. Í afmælisriti Héðins frá árinu 1952 segir um Markús: „Hann var hamhleypa við vinnu. Hann réði sér ekki fyrir ánægju yfir því að sjá verkunum miða áfram.“ Svo mikill drifkraftur var í Markúsi að smitaði út í alla sem með honum störfuðu. „Miðlungsmenn urðu afkastamenn og liðléttingar miðlungsmenn og vel það.“ En þrátt fyrir það að hafa alist upp í sveit og síðar starfað alla sína ævi karllægu umhverfi erfiðisvinnu, átti Markús sér mun mýkri hlið og mikla ástríðu: Myndlist. Þegar Markús var hættur siglingum og sestur að í Reykjavík að lokinni fyrri heimstyrjöldinni, fór hann að kynna sér íslenska málaralist. Markús sótti allar þær sýningar sem hann komst á og varð snemma vel þekktur listasafnari. Þegar Markús lést er talið að hann hafi átt um 200 málverk. Er Markús því af mörgum nefndur hinn fyrsti íslenski listaverkasafnari. Svo mikil var ástríða Markúsar fyrir listinni að ef ekki voru peningar til fyrir kaupum, var samið um greiðsludreifingu. Í áðurnefndu afmælisriti Héðins frá árinu 1952 segir: „Þegar erfitt var í ári, eða þegar hann var að greiða víxla, sem á hann féllu fyrir annarra tilverknað, varð hann að kaupa málverk upp á tiltölulega litlar mánaðarlegar upphæðir.“ Þegar Listasafn Íslands var opnað þann 27.ágúst árið 1951, færðu safninu að gjöf ekkja Markúsar, Kristín Andrésdóttir, og dætur þeirra hjóna, 56 málverk úr safni Markúsar. Síðar hefur fjölskyldan bætt við fleiri verkum í gjöfina. Þessi tenging við listina hefur alltaf verið hluti af Héðni. Hér má sjá málverk og önnur listaverk eftir marga þekkta íslenska listamenn prýða veggi og rými Héðins, svo ekki sé talað um öll þau skipti sem Héðinn hefur komið að því að styrkja íslenska listamenn með ýmsu móti. Til dæmis með smíðum,“ segir Rögnvaldur. „Markús ferðaðist alltaf um á reiðhjóli og þær eru ófáar sögurnar af honum á hjólinu með málverk undir handarbakinu. Enda þekkti hann alla þessa karla sem þá voru, Kjarval og fleiri,“ segir Gunnar. „Oft var hann líka að hjálpa þeim. Þá unnu þeir að einhverju verki sem Héðinn hjálpaði til við og þeir fengu að borga með einhverju listaverkinu. Ekki síst þeir sem voru að byrja,“ segir Rögnvaldur. Markús er sagður fyrsti listaverkasafnari Íslands en þegar hann varð bráðkvaddur árið 1943, er talið að hann hafi átt um 200 listaverk. Í febrúar árið 1944 stóð Félag íslenskra myndlistarmanna fyrir sýningu í heiðurskyni við Markús. Þá voru sýnd 156 verk úr einkasafni hans, meðal annars verk eftir Ásgrím Jónsson, Ásmund Sveinsson, Barböru Árnason, Brynjólf Þórðarson, Enar Jónsson, Eyjólf J. Eyfells, Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Guðmund Thorsteinsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Snorra Arinbjarnar, Þórarin B. Þorláksson, Þorvald Skúlason og fleiri. Hér má sjá opnuumfjöllun um Markús í jólaútgáfu Lesbókar Morgunblaðsins árið 1988. Portrettmyndin af Markúsi var máluð af Jóni Stefánssyni og hana má sjá í húsakynnum Héðins í Gjáhellu. Mörg verka Markúsar hafa verið gefin Listasafni Íslands. Héðinn 50 ára: Aðeins konur í stjórn Þegar Elvis Presley og síðar Bítlarnir voru hvað vinsælastir, spriklaði síldin við Íslandsstrendur eins og enginn væri morgundagurinn. Uppgangurinn í Héðni var mikill og verkefnin eftir því. Á sjötta áratugnum reisti Héðinn fiskimjölsverksmiðjur á Hólmavík, Eskifirði, Ólafsvík, Fáskrúðsfirði, Grundarfirði og Hornafirði. Þá reisti Héðinn síldarverksmiðjur á Vopnafirði, Norðfirði, Eskifirði og Stöðvarfirði. Árið 1966 var stofnað sérstakt útibú í Garðabæ og framleiðsla hafin á stöðluðum stálgrindarhúsum. Þessi eining var síðar seld og heitir nú Vírnet Límtré. Á sjötta og sjöunda áratugnum eru þó mörg önnur verkefni ótalin. Til dæmis smíði á frystivélum, ísvélum, lyftum, spjaldþjöppum og margt fleira. Eitt vekur þó sérstaka athygli þegar lesið er yfir helstu verkefni þess tíma. En það er heimilisþvottavélin „Mjöll“ sem Héðinn fór að framleiða árið 1951 í samstarfi við Rafha. En hvers vegna heimilisþvottavél? „Það var bara hörgull á svona vélum. Og þetta er árin eftir stríð þannig að svona tæki voru ekkert heldur mikið til erlendis. Á þessum tíma voru innflutningshöft líka mikil og allur innflutningur erfiður. Þannig að það vantaði bara svona heimilistæki,“ segja Rögnvaldur og Gunnar. Árið 1951 fóru Héðinn og Rafha í það samstarfsverkefni að framleiða heimilisþvottavél. Á þessum tíma var hörgull af ýmsum heimilistækjum. Ekki aðeins á Íslandi heldur einnig erlendis en þessi skortur var einn af afleiðingum síðari heimstyrjaldarinnar. Þá voru innflutningshöft á Íslandi mikill og innflutningur erfiður. Árið 1972 fagnaði Héðinn 50 ára starfsafmæli sínu. Svo merkilega vildi til að aðeins konur sátu í stjórn félagsins. Það voru þær Guðrún Markúsdóttir, sem var formaður, Sigrún Möller og Kristín Sveinsdóttir. Guðrún og Sigrún voru dætur Markúsar en Sigrún var kvænt Baldri Möller ráðuneytisstjóra í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Kristín er dóttir Sveins og því var þriðja kynslóðin komin í stjórn. Konur höfðu reyndar lengi verið með yfirráð í stjórn Héðins. Því á sjötta áratugnum sátu í stjórn ekkjur Markúsar og Bjarna, þær Hanna Þorsteinsson og Kristín Andrésdóttir, auk Guðrúnar dóttur Kristínar og Magnúsar. „Það er sjaldgæft að konur sitji í stjórn félags þar sem karlmenn vinna flest verkin,“ segir í blaðagrein Tímans um Héðinn árið 1972. Þegar þetta var störfuðu að jafnaði um 200 manns hjá fyrirtækinu og hafði sá fjöldi verið nokkuð stöðugur í hátt í tuttugu ár. Og þá eins og nú, höfðu margir starfað þar lengi. Elsti starfsmaðurinn var til dæmis 89 ára en hann hafði þá starfað í Héðni í 48 ár. Þá hafði Sveinn forstjóri starfað í Héðni í 43 ár, utan þess tíma sem hann fór erlendis í nám. Og verið forstjóri í þrjátíu ár. Starf brautryðjandans kostar peninga Hér má sjá viðtal í Frjálsri verslun við Svein í Héðni í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins árið 1972. Allir íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þá um fyrirtækið og haldinn var fréttamannafundur þar sem Sveinn fór yfir það helsta í sögunni og það sem framundan var. Héðinn hafði þá í áratugi verið mikilvægur vinnustaður í Reykjavík og þar höfðu ófáir starfað um árabil. Þótt nú sé hálf öld liðin frá því að þetta var, er Héðinn hvergi nærri af baki dottinn. Telst enn stór vinnustaður á íslenskum mælikvarða og er meðal framúrskarandi fyrirtækja landsins. Síðari hluti umfjöllunar um Héðinn verður birtur á Vísi næstkomandi sunnudag klukkan 8. Í tilefni hálfrar aldar afmælisins stóð Héðinn fyrir sýningu í húsakynnum sínum á Seljavegi. Boðað var til fréttamannafundar þar sem Sveinn fór yfir helstu verkefni Héðins frá stofnun en eins það sem framundan var. Meðal annars sala ísvélar sem Héðinn hafði nýlega þróað og smíðað. Afkastageta nýju ísvélarinnar var helmingi meiri en afkastageta fyrirrennara hennar eða um 35 tonn af skelís á sólahring í samanburði við 18 tonn hjá eldri ísvél. Söluverð nýju ísvélarinnar nam 5 milljónir króna. Fyrsta vél átti þó að seljast á hálfvirði. Á þessum tíma var orðið „nýsköpun“ ekki orðið þekkt í íslensku talmáli. Nýsköpun hefur þó frá upphafi verið mikilvægur liður í starfsemi Héðins. Í afmælisgrein sem birt var í Morgunblaðinu þann 1.nóvember 1972 segir til skýringar um afsláttarverð nýju ísvélarinnar. „Þannig er fyrsta smíðin dýrust – starfs brautryðjandans kostar peninga, en framþróunin krefst sinna fórna og töluvert þarf til að halda forystuhlutverki í iðnaði sem öðru.“ Þegar síldin var horfin, óðaverðbólga, skráning á markað, stofnun AA samtakanna á Íslandi og framtíðarlausn á sorpurðun fundin er meðal þess sem fjallað verður um í síðari hluta um Héðinn í 100 ár. Sá hluti verður birtur á Vísi sunnudaginn 27.febrúar klukkan 8. Helgarviðtal Atvinnulífsins Vinnumarkaður Tækni Nýsköpun Myndlist Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Markús Ívarsson og Bjarni Þorsteinsson keyptu Járnsmiðju Bjarnhéðins árið 1922 en hún hafði þá ekki verið starfrækt í tvö ár. Járnsmiðjuna keyptu þeir af ekkju Bjarnhéðins. Þaðan er nafnið Héðinn komið, því fyrirtækið var skýrt þessum Bjarnhéðni til heiðurs,“ segir Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri Héðins hf. um það hvernig það kom til að vélsmiðjan Héðinn var stofnuð þann 1.nóvember árið 1922. Fá fyrirtæki á Íslandi eiga sér 100 ára gamla sögu og enn færri fyrirtæki eru aldargömul og þó með afkomendur stofnanda enn í hluthafahópi. Það á þó við um Héðin hf. sem í heila öld hefur verið eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmiðnaðar og véltækni. Í dag eru 45% hluteigendur í Héðni þeir Rögnvaldur Einarsson, Gunnar Pálsson og Ingimar Bjarnason. Rögnvaldur er framkvæmdastjóri Héðins, Gunnar starfar þar sem verkfræðingur en Ingimar er stjórnarmaður í Héðni og stjórnarformaður Héðins hurða. Aðrir hluteigendur eru lykilstarfsmenn og afkomendur Markúsar Ívarssonar. Stærstu verkefni Héðins eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði. Saga Héðins snýst þó um annað og meira en hvað fyrirtækið hefur afrekað í rekstri og verkefnum. Því saga Héðins er ekkert síður saga um fólk og samfélag í 100 ár. Fyrsta húsnæði Héðins var í Aðalstræti 6, þar sem Morgunblaðshöllin reis síðar. Aðalstræti er af mörgum kölluð fyrsta gata Reykjavíkur og taldist fyrsta iðnaðarhverfi borgarinnar. Í fyrstu var gatan kölluð Hovedgaden, síðar Adelsgaden, þá Klubsgaden en árið 1848 fékk gatan heitið Aðalstræti. Vélsmiðja Héðins var 60 fm að stærð en húsið var byggt árið 1895. Þessi mynd er tekin árið 1942.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Vísir Fyrsta iðnaðarhverfið í Reykjavík: Aðalstræti Upphaf Héðins má rekja til ársins 1892. Þá keypti Sigurður nokkur Jónsson lóðina Aðalstræti 6 og hóf þar rekstur járnsmiðju þremur árum síðar. Á Aðalstræti 6 reis Morgunblaðshöllin síðar. Um aldamótin 1900 kaupir Bjarnhéðinn Jónsson járnsmiðjuna og rekur hana undir sínu nafni þar til hann lést í lok árs 1920. Til að fá tilfinningu fyrir Reykjavík þessa tíma er ágætt að rifja aðeins upp sögu Aðalstrætis, götunnar sem margir kalla fyrstu götu Reykjavíkur. Og taldist fyrsta iðnaðarhverfi borgarinnar. Lengi var gatan kölluð stígur eða allt þar til byggingaframkvæmdir breyttu ásýnd götunnar tímabilið 1752-1759, oft kennt við tímabil Innréttinga Skúla fógeta. Þær framkvæmdir lögðu drög að því sem síðar varð, en í fyrstu var gatan þó kölluð Hovedgaden, síðar Adelsgaden, þá Klubsgaden. Árið 1848 fékk gatan loks formlega heitið Aðalstræti. Húsnæði Héðins í Aðalstræti var um 60 fermetrar að stærð og stóð á baklóð. Bjarnhéðinn hafði þá þegar stækkað húsið og byggt aðra hæð ofan á sem íbúð. Þar bjuggu Bjarnhéðinn og eiginkona hans, en þessi íbúð var síðar nýtt sem skrifstofuhúsnæði Héðins. „Ég veit reyndar að eitt sinn þurfti að gera gat á eldhúsgólfið í íbúðinni. Því það var verið að vinna að verki sem ekki rúmaðist innan verkstæðisins og menn björguðu sér þá með því að gera gat upp á aðra hæð þótt það þýddi gat í miðju eldhúsinu,“ segir Gunnar og hlær. Fyrir járnsmiðjuna höfðu Markús og Bjarni greitt 60.000 krónur. Þekktasta húsnæði Héðins er hins vegar Héðinshúsið á Seljavegi. Þar opnaði nýverið veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar. Um Héðinshúsið á Seljavegi verður nánar fjallað um síðar. Í dag er Héðinn í 8000 fermetra húsnæði að Gjáhellu 6 í Hafnarfirði. Lóðin er 22000 fermetrar að stærð og segir Rögnvaldur nokkuð fyrirséð að Héðinn mun stækka í framtíðinni, þótt engin áform séu um stækkun nákvæmlega núna. Í dag er Héðinn hf. til húsa í 8000 fermetra húsnæði í Gjáhellu í Hafnarfirði. Lóðin sjálf er 22.000 fermetrar og gera áætlanir ráð fyrir að Héðinn muni stækka enn frekar í framtíðinni. Til viðbótar er Héðinn með þjónustumiðstöð á Grundartanga og útibú í Noregi. Héðinn er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Íslands samkvæmt mati Creditinfo og hefur verið það frá því að Creditinfo kynnti það stykleikamat til sögunnar. Um 100 manns starfa hjá Héðni.Vísir/Vilhelm Bjarni og Markús Bjarni var fæddur í Reykjavík árið 1897. Um fermingu hóf hann að læra járnsmíði hjá föður sínum, sem á þeim tíma taldist til þekktra járnsmíðameistara í Reykjavík. Bjarni var meðal fyrstu nemenda Vélstjóraskóla Íslands sem stofnaður var árið 1915. Bjarni fór síðan erlendis í frekari nám og starfaði þar um tíma. Í afmælisriti Héðins árið 1952 er sagt frá námi Bjarna erlendis, sem meðal annars fól í sér að læra hvernig reka ætti stórfyrirtæki. „Allt þetta tók hann 4 ár. Hafði hann á þessum árum bæði fengið góða teoretiska menntun í járnsmíði og vélfræði, og kynnzt og séð hvernig stór fyrirtæki voru rekin í iðngrein sinni.“ Markús var hins vegar úr sveit. Markús fæddist árið 1884 á Vorsabæjarhjáleigu í Flóa og ólst þar upp. Snemma fór Markús að vinna við trésmíðar, samhliða því að róa nokkrar vertíðir á opnum bát. Markús útskrifaðist sem vélstjóri frá Véladeild Stýrimannaskólans árið 1913 og var á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar á siglingum víða um höf. Markús var meðal annars vélstjóri á togaranum Braga sem árið 1916 var hertekinn og lenti um tíma í þjónustu Þýskalandskeisara. Síðar var togarinn hertekinn af breska flotanum en þegar þetta var, héldu flestir heima á Íslandi að togarinn hefði farist af stríðsvöldum. Leiðir Bjarna og Markúsar lágu saman þegar þeir störfuðu báðir síðar hjá járnsmiðjunni Hamri. Þar kviknaði hugmyndin um að kaupa járnsmiðju Bjarnhéðins heitins, en hún hafði þá ekki verið í starfsemi í tvö ár eftir að Bjarnhéðinn lést. Markmið Bjarna og Markúsar var að starfrækja vélsmiðju sem sérhæfði sig í skipaviðgerðum. Tækjabúnaður var frekar fábrotinn í upphafi: Tveir rennibekkir, knúnir olíuhreyflum. Handsnúin borvél. Fótstiginn smergelskífa. Markús og Bjarni réðu strax fjóra menn til vinnu. Tveimur mánuðum eftir stofnun fyrirtækisins, voru starfsmennirnir orðnir sjö. Sjálfir þóttu Markús og Bjarni miklir dugnaðarforkar en um upphafsár Héðins segir um þá félaga í Morgunblaðsgrein: Sjálfir unnu þeir nótt með degi að heita mátti, því starfsáhugi þeirra var frábær.“ Markús og Bjarni voru báðir lærðir vélstjórar. Markús útskrifaðist af Véladeild Stýrimannaskólans árið 1913 en Bjarni var einn af fyrstu nemendunum til að útskrifast úr Vélstjóraskólanum, sem stofnaður var árið 1915. Hér má sjá útskriftarplakat Véladeildarinnar þegar Markús útskrifaðist. Á tímum fyrri heimstyrjaldar var Markús vélstjóri á togaranum Braga sem var hertekinn af Þjóðverjum og síðar Bretum. Héldu flestir á Íslandi að togarinn hefði farist í stríðsátökum. Uppeldisstöð með meiru Margir sem starfað hafa í Héðni hafa starfað þar lengi. Jafnvel í ríflega hálfa öld. Rögnvaldur hefur starfað í Héðni í um aldarfjórðung. Gunnar er verkfræðingur og hefur starfað þar í hartnær þrjátíu ár. Þetta gengur reyndar þannig fyrir sig að hér höfum við margir byrjað sem lærlingar. Síðan förum við í burtu í nám og komum aftur. Prófum síðan að vinna einhvers staðar annars staðar en komum síðan aftur hingað,“ segir Gunnar og Rögnvaldur kinkar kolli til staðfestingar. Reyndar rímar þetta vel við það sem fram kemur í Morgunblaðsgrein um Héðinn um miðja síðustu öld. Þar segir: „Héðinn hefur verið uppeldisstöð hinna ungu járnsmiðja. Hafa 250 nemendur lokið þar járnsmiðjanámi.“ Rögnvaldur og Gunnar segja að þótt margt hafi á dagana drifið þessi 100 ár sem Héðinn hafi starfað, hafi fyrirtækið þó aldrei horfið frá kjarnastarfseminni en það eru skipaviðgerðir og verkefni fyrir sjávarútveginn. Klössun á togaranum Jóni forseta var til dæmis stórt verkefni hjá fyrirtækinu árið 1924. Þá þótti það mikið afreksverk þegar Héðinn náði að gera við stýrisstamma togarans Hilmis í kjölfar Halaveðursins árið 1925. Það var gert með því að logsjóða stýrisstammann saman í kokseldi. Í Halaveðrinu árið 1925 barðist fjöldi sjómanna við hamslaust óveður á Halamiðunum norðvestur af Vestfjarðakjálka. Tveir togarar fórust og 74 sjómenn drukknuðu. En Héðinn var ekki aðeins leiðandi sem uppeldisstöð í iðngreininni, heldur einnig sem leiðandi afl í þróun. Þannig fluttu Héðinn inn fyrstu rafsuðuvélina til Íslands árið 1926 sem þótti mikil bylting. Árið 1927 unnu Héðinn og vélsmiðjan Hamri sameiginlega að verkefni sem taldist það stærsta sem íslenskar vélsmiðjur höfðu nokkurn tíma ráðist í að gera: Að reisa olíugeyma fyrir Shell í Skerjafirði. Um 50-100 manns unnu að því verkefni daglega, nokkuð sem segir mikið um það hversu umfangsmikið verkefnið var. Í litlu kreppunni um og eftir 1930 dró nokkuð úr stærri verkefnum. Héðinn tók þá að smíða ýmsa smærri vörur. Til dæmis járnhúsgögn, hjólbörur, lifravinnslutæki og kertastjaka en allt voru þetta vörur sem Héðinn sýndi á iðnsýningu í Reykjavík árið 1932. Stutt var þó í einn helsta uppgangstíma fyrirtækisins sem segja má að hafi hafist nokkru fyrir síðari heimstyrjöldina og staðið yfir allt þar til síldin hvarf við Íslandsstrendur. Sem dæmi um stór verkefni á fjórða áratugnum má nefna fyrstu síldarverksmiðjuna á Seyðisfirði sem Héðinn reisti árið 1936. Það sama ár vann Héðinn stórt verkefni fyrir Sogsvirkjun. Árið 1937 reisti Héðinn frystihús á Þórshöfn og á Kópaskeri en einnig síldarbræðslur á Húsavík, Bíldudal og á Akranesi. En þá kom áfallið. Þann 9.desember árið 1939 lést Bjarni Þorsteinsson úr lungnabólgu. Þá voru starfsmenn Héðins 87 talsins. Svo sannarlega hefur ýmislegt breyst í vinnufatnaði síðan þessi mynd var tekin, en hér má sjá Bjarna með lærlingnum Jafet Hjartarsyni; báðir með bindi! Frá upphafi hafa margir byrjað sinn starfsferil í Héðni sem lærlingar og svo margir hafa þeir verið, að fjölmiðlar vísuðu til Héðins sem mikilvægrar uppeldisstöðvar í faginu fyrstu áratugi síðustu aldar. Héðinn/Vísir Tengdasonur Markúsar: Sveinn í Héðni Árið 1941 tekur Sveinn Guðmundsson við sem forstjóri. Þá vakt stóð Sveinn í á fjórða áratug enda síðar oftast nefndur Sveinn í Héðni. Tímabilið 1965-1971 sat Sveinn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, samhliða forstjórastarfinu í Héðni. Á því tímabili hófust fyrstu umræður um þær breytingar að þingmenn gætu einblítt á þingstarfið og hætt að sinna öðrum störfum samhliða. Rökstuðningurinn var sá að þingmannastarfið væri orðið svo viðamikið en það var Eysteinn Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem lagði fram þingsályktunartillögu til að breyta þessu, það var árið 1968.Af vef Alþingis Sveinn sagði frá því síðar að forstjórastarfið hefði í raun verið ákveðið nokkru áður en Bjarni lést. Bjarni hefði komið til sín askvaðandi einn daginn og tilkynnt honum að hann héldi að hann yrði ekki langlífur. Sagði Bjarni við hann að ef svo færi, væri það þá ákveðið að Sveinn yrði forstjóri. Eins og síðar varð. Upphaf Sveins hjá Héðni var keimlíkt upphafi svo margra starfsmanna hjá Héðni fyrr og síðar: Hann byrjaði sem lærlingur. Það var árið 1929 en árið 1933 hélt hann í framhaldsnám til Svíþjóðar. Markús og Bjarni studdu hann í það nám. Í Svíþjóð nam vélfræði og lauk prófi frá Tækniskólanum í Stokkhólmi árið 1936. Á sama tíma og Sveinn var í Svíþjóð var þar einnig í námi dætur Markúsar, þær Helga og Guðrún. Helga og Sveinn giftust árið 1937 og eignuðust saman sex börn; þrjá syni og þrjár dætur. Yngsta dóttirin lést þó aðeins sjö mánaða gömul. Þegar Sveinn kom heim frá Svíþjóð byrjaði hann á því að sjá um viðhald prentvéla hjá Ísafold. Fyrir þá vinnu fékk hann 60 krónur greiddar frá Héðni vikulega. Næsta verkefni Sveins var síðan að fara á Seyðisfjörð þar sem hann hafði umsjón með nýju síldarverksmiðjunni sem Héðinn reisti þar. Sveinn fæddist árið 1912 en lést árið 1988, þá 75 ára. Helga lést hins vegar mun fyrr, aðeins 53 ára gömul. Þegar heilsan fór að bresta tóku synir Sveins og Helgu við keflinu í Héðni. Fyrst undir forystu Sverris sem er elstur bræðranna, en síðar undir forystu Guðmundar Sveins sem er yngstur. Hópmyndataka af starfsfólki Héðins sem tekin var fyrir utan Seljaveg árið 1945. Héðinshúsið á Seljavegi er þekktasta húsnæði Héðins frá upphafi en nýverið var opnaður þar veitingastaður sem heitir Héðins Kitchen & Bar. Héðinn réðst í að byggja húsið árið 1941 og þar opnaði verslun á jarðhæð árið 1942. Ári síðar, eða árið 1943, fluttist síðan starfsemi Héðins í heild sinni frá Aðalstræti og í Héðinshúsið.Héðinn/Vísir Öflugt félagslíf starfsmanna Á fimmta áratug síðustu aldar voru verkefni Héðins ærin og stór. Til dæmis reisti Héðinn síldarverksmiðjuna Rauðku á Siglufirði, fiskimjölsverksmiðjur í Njarðvík og Keflavík, lýsisgeyma á Ólafsfirði, olíutanka og margt fleira. Þá var Héðinn ávallt í fararbroddi með smíði og þróun ýmissa tækja og viðgerða fyrir sjávarútveg og stóriðju. En ekkert síður er merkilegt að rýna í félagslíf starfsfólks Héðins og fjölskyldna þeirra á þessum tíma. Á efstu hæð Héðinshúss á Seljavegi var stór salur sem kallaður var Héðinsnaust. Þar má segja að viðburðir hafi verið haldnir nánast upp á hvert kvöld. Spilakvöld og taflkvöld sem dæmi. Þá var Karlakór Héðins starfræktur og dugði ekkert minna en að klæðast kjól og hvítt þegar kórinn kom fram. Starfsmenn Héðins héldu líka úti sérstöku fótboltaliði. Gerðist það lið svo frægt að halda út til Danmerkur og keppa þar á leik. Mér skilst reyndar að þegar knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað árið 1951 hafi liðsmenn þar meira og minna verið starfsmenn í Héðni,“ segir Gunnar. Á ljósmyndum af fjölmennari viðburðum starfsmanna má sjá starfsfólk og maka í sínu fínasta pússi. Yngri konur í tískufatnaði þess tíma en þær eldri í íslenskum upphlut. „Það var náttúrulega ekkert sjónvarp og mun minna um afþreyingu í Reykjavík á þessum tíma. Kannski einna helst átthagafélög sem stóðu fyrir viðburðum. En með tæplega 500 manna starfsmannahópi var félagslífið vægast sagt mjög öflugt,“ segja Gunnar og Rögnvaldur. Til að setja hlutina í samhengi við borgarlífið á þessum tíma má nefna að árið 1949 voru starfsmenn Héðins 474 talsins. Það sama ár, voru íbúar alls höfuðborgarsvæðisins um 63 þúsund. Í dag eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu um 236 þúsund og telst Héðinn enn stór og fjölmennur vinnustaður, með um 100 manns í vinnu. Félagslíf starfsmanna í Héðni var vægast sagt blómlegt og má segja að viðburðir hafi verið haldnir í Héðinshúsinu á hverju kvöldi á fimmta áratug síðustu aldar. Taflkvöld, spilakvöld, karlakór og fleira auk þess sem starfsmenn héldu úti sérstöku fótboltaliði. Hér má sjá hópamynd af starfsfólki tekna í Héðinsnausti, en það var salurinn á efstu hæð í Héðinshúsi sem starfsmenn höfðu til umráða fyrir ýmislegt félagslíf.Héðinn/Vísir Markús: Fyrsti íslenski listaverkasafnarinn Árið 1943 varð Markús bráðkvaddur. Banamein hans var hjartaáfall. Í afmælisriti Héðins frá árinu 1952 segir um Markús: „Hann var hamhleypa við vinnu. Hann réði sér ekki fyrir ánægju yfir því að sjá verkunum miða áfram.“ Svo mikill drifkraftur var í Markúsi að smitaði út í alla sem með honum störfuðu. „Miðlungsmenn urðu afkastamenn og liðléttingar miðlungsmenn og vel það.“ En þrátt fyrir það að hafa alist upp í sveit og síðar starfað alla sína ævi karllægu umhverfi erfiðisvinnu, átti Markús sér mun mýkri hlið og mikla ástríðu: Myndlist. Þegar Markús var hættur siglingum og sestur að í Reykjavík að lokinni fyrri heimstyrjöldinni, fór hann að kynna sér íslenska málaralist. Markús sótti allar þær sýningar sem hann komst á og varð snemma vel þekktur listasafnari. Þegar Markús lést er talið að hann hafi átt um 200 málverk. Er Markús því af mörgum nefndur hinn fyrsti íslenski listaverkasafnari. Svo mikil var ástríða Markúsar fyrir listinni að ef ekki voru peningar til fyrir kaupum, var samið um greiðsludreifingu. Í áðurnefndu afmælisriti Héðins frá árinu 1952 segir: „Þegar erfitt var í ári, eða þegar hann var að greiða víxla, sem á hann féllu fyrir annarra tilverknað, varð hann að kaupa málverk upp á tiltölulega litlar mánaðarlegar upphæðir.“ Þegar Listasafn Íslands var opnað þann 27.ágúst árið 1951, færðu safninu að gjöf ekkja Markúsar, Kristín Andrésdóttir, og dætur þeirra hjóna, 56 málverk úr safni Markúsar. Síðar hefur fjölskyldan bætt við fleiri verkum í gjöfina. Þessi tenging við listina hefur alltaf verið hluti af Héðni. Hér má sjá málverk og önnur listaverk eftir marga þekkta íslenska listamenn prýða veggi og rými Héðins, svo ekki sé talað um öll þau skipti sem Héðinn hefur komið að því að styrkja íslenska listamenn með ýmsu móti. Til dæmis með smíðum,“ segir Rögnvaldur. „Markús ferðaðist alltaf um á reiðhjóli og þær eru ófáar sögurnar af honum á hjólinu með málverk undir handarbakinu. Enda þekkti hann alla þessa karla sem þá voru, Kjarval og fleiri,“ segir Gunnar. „Oft var hann líka að hjálpa þeim. Þá unnu þeir að einhverju verki sem Héðinn hjálpaði til við og þeir fengu að borga með einhverju listaverkinu. Ekki síst þeir sem voru að byrja,“ segir Rögnvaldur. Markús er sagður fyrsti listaverkasafnari Íslands en þegar hann varð bráðkvaddur árið 1943, er talið að hann hafi átt um 200 listaverk. Í febrúar árið 1944 stóð Félag íslenskra myndlistarmanna fyrir sýningu í heiðurskyni við Markús. Þá voru sýnd 156 verk úr einkasafni hans, meðal annars verk eftir Ásgrím Jónsson, Ásmund Sveinsson, Barböru Árnason, Brynjólf Þórðarson, Enar Jónsson, Eyjólf J. Eyfells, Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Guðmund Thorsteinsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Snorra Arinbjarnar, Þórarin B. Þorláksson, Þorvald Skúlason og fleiri. Hér má sjá opnuumfjöllun um Markús í jólaútgáfu Lesbókar Morgunblaðsins árið 1988. Portrettmyndin af Markúsi var máluð af Jóni Stefánssyni og hana má sjá í húsakynnum Héðins í Gjáhellu. Mörg verka Markúsar hafa verið gefin Listasafni Íslands. Héðinn 50 ára: Aðeins konur í stjórn Þegar Elvis Presley og síðar Bítlarnir voru hvað vinsælastir, spriklaði síldin við Íslandsstrendur eins og enginn væri morgundagurinn. Uppgangurinn í Héðni var mikill og verkefnin eftir því. Á sjötta áratugnum reisti Héðinn fiskimjölsverksmiðjur á Hólmavík, Eskifirði, Ólafsvík, Fáskrúðsfirði, Grundarfirði og Hornafirði. Þá reisti Héðinn síldarverksmiðjur á Vopnafirði, Norðfirði, Eskifirði og Stöðvarfirði. Árið 1966 var stofnað sérstakt útibú í Garðabæ og framleiðsla hafin á stöðluðum stálgrindarhúsum. Þessi eining var síðar seld og heitir nú Vírnet Límtré. Á sjötta og sjöunda áratugnum eru þó mörg önnur verkefni ótalin. Til dæmis smíði á frystivélum, ísvélum, lyftum, spjaldþjöppum og margt fleira. Eitt vekur þó sérstaka athygli þegar lesið er yfir helstu verkefni þess tíma. En það er heimilisþvottavélin „Mjöll“ sem Héðinn fór að framleiða árið 1951 í samstarfi við Rafha. En hvers vegna heimilisþvottavél? „Það var bara hörgull á svona vélum. Og þetta er árin eftir stríð þannig að svona tæki voru ekkert heldur mikið til erlendis. Á þessum tíma voru innflutningshöft líka mikil og allur innflutningur erfiður. Þannig að það vantaði bara svona heimilistæki,“ segja Rögnvaldur og Gunnar. Árið 1951 fóru Héðinn og Rafha í það samstarfsverkefni að framleiða heimilisþvottavél. Á þessum tíma var hörgull af ýmsum heimilistækjum. Ekki aðeins á Íslandi heldur einnig erlendis en þessi skortur var einn af afleiðingum síðari heimstyrjaldarinnar. Þá voru innflutningshöft á Íslandi mikill og innflutningur erfiður. Árið 1972 fagnaði Héðinn 50 ára starfsafmæli sínu. Svo merkilega vildi til að aðeins konur sátu í stjórn félagsins. Það voru þær Guðrún Markúsdóttir, sem var formaður, Sigrún Möller og Kristín Sveinsdóttir. Guðrún og Sigrún voru dætur Markúsar en Sigrún var kvænt Baldri Möller ráðuneytisstjóra í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Kristín er dóttir Sveins og því var þriðja kynslóðin komin í stjórn. Konur höfðu reyndar lengi verið með yfirráð í stjórn Héðins. Því á sjötta áratugnum sátu í stjórn ekkjur Markúsar og Bjarna, þær Hanna Þorsteinsson og Kristín Andrésdóttir, auk Guðrúnar dóttur Kristínar og Magnúsar. „Það er sjaldgæft að konur sitji í stjórn félags þar sem karlmenn vinna flest verkin,“ segir í blaðagrein Tímans um Héðinn árið 1972. Þegar þetta var störfuðu að jafnaði um 200 manns hjá fyrirtækinu og hafði sá fjöldi verið nokkuð stöðugur í hátt í tuttugu ár. Og þá eins og nú, höfðu margir starfað þar lengi. Elsti starfsmaðurinn var til dæmis 89 ára en hann hafði þá starfað í Héðni í 48 ár. Þá hafði Sveinn forstjóri starfað í Héðni í 43 ár, utan þess tíma sem hann fór erlendis í nám. Og verið forstjóri í þrjátíu ár. Starf brautryðjandans kostar peninga Hér má sjá viðtal í Frjálsri verslun við Svein í Héðni í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins árið 1972. Allir íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þá um fyrirtækið og haldinn var fréttamannafundur þar sem Sveinn fór yfir það helsta í sögunni og það sem framundan var. Héðinn hafði þá í áratugi verið mikilvægur vinnustaður í Reykjavík og þar höfðu ófáir starfað um árabil. Þótt nú sé hálf öld liðin frá því að þetta var, er Héðinn hvergi nærri af baki dottinn. Telst enn stór vinnustaður á íslenskum mælikvarða og er meðal framúrskarandi fyrirtækja landsins. Síðari hluti umfjöllunar um Héðinn verður birtur á Vísi næstkomandi sunnudag klukkan 8. Í tilefni hálfrar aldar afmælisins stóð Héðinn fyrir sýningu í húsakynnum sínum á Seljavegi. Boðað var til fréttamannafundar þar sem Sveinn fór yfir helstu verkefni Héðins frá stofnun en eins það sem framundan var. Meðal annars sala ísvélar sem Héðinn hafði nýlega þróað og smíðað. Afkastageta nýju ísvélarinnar var helmingi meiri en afkastageta fyrirrennara hennar eða um 35 tonn af skelís á sólahring í samanburði við 18 tonn hjá eldri ísvél. Söluverð nýju ísvélarinnar nam 5 milljónir króna. Fyrsta vél átti þó að seljast á hálfvirði. Á þessum tíma var orðið „nýsköpun“ ekki orðið þekkt í íslensku talmáli. Nýsköpun hefur þó frá upphafi verið mikilvægur liður í starfsemi Héðins. Í afmælisgrein sem birt var í Morgunblaðinu þann 1.nóvember 1972 segir til skýringar um afsláttarverð nýju ísvélarinnar. „Þannig er fyrsta smíðin dýrust – starfs brautryðjandans kostar peninga, en framþróunin krefst sinna fórna og töluvert þarf til að halda forystuhlutverki í iðnaði sem öðru.“ Þegar síldin var horfin, óðaverðbólga, skráning á markað, stofnun AA samtakanna á Íslandi og framtíðarlausn á sorpurðun fundin er meðal þess sem fjallað verður um í síðari hluta um Héðinn í 100 ár. Sá hluti verður birtur á Vísi sunnudaginn 27.febrúar klukkan 8.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Vinnumarkaður Tækni Nýsköpun Myndlist Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00
„Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00
„Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00