Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 12:00 Þungavigtin Það styttist óðum í að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist en það hefst strax um páskana í ár. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu leikmannahóp Valsmanna sem er svakalega sterkur á blaði. Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira