Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 12:00 Þungavigtin Það styttist óðum í að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist en það hefst strax um páskana í ár. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu leikmannahóp Valsmanna sem er svakalega sterkur á blaði. Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira