„Þetta virkar ekki alveg saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Sólborg fer að stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ innan skamms. Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar. Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum. Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum.
Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira