Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu.
Sem fyrr er styðjast Almannavarnir við bráðabirgðatölur um fjölda smitaðra um helgar og því verður tölfræði á covid.is ekki uppfærð fyrr en á morgun.
Smituðum á Landspítala fjölgar
Nú liggur 41 sjúklingur inni á Landspítala með Covid-19, að því er segir í tilkynningu frá spítalanum. Þetta er fjölgun um níu sjúklinga frá því í gær. Í tilkynningu spítalans kemur ekki fram hvort um er að ræða nýjar innlagnir eða sjúklinga sem smituðust á spítalanum.
Tveir þeirra sem liggja inni eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél.
Alls eru nú 8.281 sjúklingur í eftirliti Covid-göngudeildar, þar af 2.554 börn. Sjúklingum í eftirliti deildarinnar hefur því fjölgað um 93, miðað við sambærilega tilkynningu spítalans í gær.