Fólk stundum feimið við að taka niður grímuna Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 12. febrúar 2022 22:03 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir enn marga feimna við að taka grímuna af sér eftir að slakað var á samkomutakmörkunum í gær. Hún telur að afnám grímuskyldu eigi eftir að ganga vel og segir það ekki síst létti fyrir starfsfólk. Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02