Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 08:00 Sverrir Pálsson verður klár í slaginn í fyrsta skipti í 999 daga þegar Selfyssingar taka á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Daníel Þór Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því. Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30