Kjósum formann sem berst fyrir félagsfólk Eflingar Anna Ólafía Grétarsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 14:02 Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun