Dæmd í sextán mánaða fangelsi eftir að kærastinn myrti son hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 08:44 Rebecca Hogue var dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir morð af fyrstu gráðu. Skjáskot Bandarísk kona hefur verið dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki verndað son sinn, sem var myrtur af kærasta konunnar. Hin 29 ára gamla Rebecca Hogue var sakfelld fyrir morð af fyrstu gráðu fyrir það að hafa ekki verndað tveggja ára gamlan son sinn, Ryder. Ryder var myrtur af kærasta Hogue, Christopher Trent, á meðan hún var í vinnunni. Kviðdómur í máli Hogue mælti fyrir því að hún yrði dæmd í lífstíðarfangelsi en dómarinn greip fyrir hendurnar á honum og ákvað að sextán mánuðir væru viðeigandi refsing. Við uppkvaðningu dómsins sagði Hogue í yfirlýsingu að hún myndi gera allt til þess eins að geta farið aftur og komið í veg fyrir dauða sonar hennar. Foreldrar ákærðir fyrir glæpina sem þeir fremja ekki „Ég var svo stolt af því að eiga svona fallegt, sterkt, klárt og heilbrigt barn,“ sagði Hogue. „Það eina sem hefur fært mér frið síðustu tvö árin er vitundin um að maðurinn sem gerði þetta er dáinn. Ég veit að barnið mitt er í himnaríki og að Trent er hvergi nálægt honum.“ Dómarinn sagði jafnframt við uppkvaðninguna að Hogue ætti það ekki skilið að deyja í fangelsi. Mál Hogue hefur vakið mikla athygli vestanhafs, bæði í fjölmiðlum og meðal kvenréttindahópa, eftir að hún var ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu. Ákæran var byggð á umdeildum lögum Oklahomafylkis um að hægt sé að ákæra fólk fyrir glæpi, hafi það ekki verndað aðra frá glæpnum (e. failure to protect). Með þeim geta foreldrar, sem ekki vernda börn sín frá misnotkun, verið ákærðir fyrir sömu glæpi og sá sem misnotaði barnið. „Rebecca er saklaus“ Ryder, sonur Hogue, fannst látinn á nýársdag árið 2020. Hogue, sem var nýkomin heim af tólf klukkustunda vakt á krá, kom heim og sá að Ryder andaði ekki. Þáverandi kærasti hennar, Christopher Trent, var þá horfinn. Fjórum dögum eftir andlát Ryders fannst lík Trents í Wichita fjöllum en talið er að hann hafi tekið eigið líf. Setningin „Rebecca er saklaus“ fannst útskorin í tré rétt hjá líki hans. Rebecca Hogue walking into a Cleveland county courtroom for sentencing. Hogue was found guilty of first degree murder in October. Her boyfriend admitted to killing Hogue’s toddler and then took his own life. She was charged under the failure to protect law. Story on @NEWS9 at 5 pic.twitter.com/5Nh3lU0q7O— Brittany Toolis (@brittany_toolis) February 11, 2022 Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að Ryder hafi látist vegna höfuðhöggs og saksóknarar héldu því síðar fram að Trent hafi myrt Ryder. Hogue sagði allt frá upphafi að hún hafi enga hugmynd haft um að Trent væri að beita Ryder ofbeldi, en eftir á að hyggja hafi hún tekið eftir því að Ryder hefði oftar og oftar verið með áverka á líkama sem áttu sér enga augljósa skýringu. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hogue hafði leitað á Google hvernig hægt væri að greina hvort verið væri að misnota barn, sem saksóknarar sögðu merki um það að hún hafi haft einhverja hugmynd um ofbeldið sem Trent beitti Ryder. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að kviðdómendur fengu ekki að sjá mynd af útskornu skilaboðunum sem Trent skildi eftir áður en hann tók eigið líf, og kviðdómendur máttu ekki byggja mat sitt á skilaboðunum. Þá mátti heldur ekki spila upptöku af því þegar aðalrannsóknarlögreglumaðurinn í málinu sagðist efa að Hogue hafi framið nokkurn glæp. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Hin 29 ára gamla Rebecca Hogue var sakfelld fyrir morð af fyrstu gráðu fyrir það að hafa ekki verndað tveggja ára gamlan son sinn, Ryder. Ryder var myrtur af kærasta Hogue, Christopher Trent, á meðan hún var í vinnunni. Kviðdómur í máli Hogue mælti fyrir því að hún yrði dæmd í lífstíðarfangelsi en dómarinn greip fyrir hendurnar á honum og ákvað að sextán mánuðir væru viðeigandi refsing. Við uppkvaðningu dómsins sagði Hogue í yfirlýsingu að hún myndi gera allt til þess eins að geta farið aftur og komið í veg fyrir dauða sonar hennar. Foreldrar ákærðir fyrir glæpina sem þeir fremja ekki „Ég var svo stolt af því að eiga svona fallegt, sterkt, klárt og heilbrigt barn,“ sagði Hogue. „Það eina sem hefur fært mér frið síðustu tvö árin er vitundin um að maðurinn sem gerði þetta er dáinn. Ég veit að barnið mitt er í himnaríki og að Trent er hvergi nálægt honum.“ Dómarinn sagði jafnframt við uppkvaðninguna að Hogue ætti það ekki skilið að deyja í fangelsi. Mál Hogue hefur vakið mikla athygli vestanhafs, bæði í fjölmiðlum og meðal kvenréttindahópa, eftir að hún var ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu. Ákæran var byggð á umdeildum lögum Oklahomafylkis um að hægt sé að ákæra fólk fyrir glæpi, hafi það ekki verndað aðra frá glæpnum (e. failure to protect). Með þeim geta foreldrar, sem ekki vernda börn sín frá misnotkun, verið ákærðir fyrir sömu glæpi og sá sem misnotaði barnið. „Rebecca er saklaus“ Ryder, sonur Hogue, fannst látinn á nýársdag árið 2020. Hogue, sem var nýkomin heim af tólf klukkustunda vakt á krá, kom heim og sá að Ryder andaði ekki. Þáverandi kærasti hennar, Christopher Trent, var þá horfinn. Fjórum dögum eftir andlát Ryders fannst lík Trents í Wichita fjöllum en talið er að hann hafi tekið eigið líf. Setningin „Rebecca er saklaus“ fannst útskorin í tré rétt hjá líki hans. Rebecca Hogue walking into a Cleveland county courtroom for sentencing. Hogue was found guilty of first degree murder in October. Her boyfriend admitted to killing Hogue’s toddler and then took his own life. She was charged under the failure to protect law. Story on @NEWS9 at 5 pic.twitter.com/5Nh3lU0q7O— Brittany Toolis (@brittany_toolis) February 11, 2022 Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að Ryder hafi látist vegna höfuðhöggs og saksóknarar héldu því síðar fram að Trent hafi myrt Ryder. Hogue sagði allt frá upphafi að hún hafi enga hugmynd haft um að Trent væri að beita Ryder ofbeldi, en eftir á að hyggja hafi hún tekið eftir því að Ryder hefði oftar og oftar verið með áverka á líkama sem áttu sér enga augljósa skýringu. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hogue hafði leitað á Google hvernig hægt væri að greina hvort verið væri að misnota barn, sem saksóknarar sögðu merki um það að hún hafi haft einhverja hugmynd um ofbeldið sem Trent beitti Ryder. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að kviðdómendur fengu ekki að sjá mynd af útskornu skilaboðunum sem Trent skildi eftir áður en hann tók eigið líf, og kviðdómendur máttu ekki byggja mat sitt á skilaboðunum. Þá mátti heldur ekki spila upptöku af því þegar aðalrannsóknarlögreglumaðurinn í málinu sagðist efa að Hogue hafi framið nokkurn glæp.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira