Fangavarðaskólinn í fjarnámi – 26 nemendur í skólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 14:06 Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans.Í dag eru um 135 fangaverðir starfandi í fangelsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum þar sem um þriðjungur þeirra eru konur. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans. Fangavörður segir starfið glettilega skemmtilegt og gefandi. Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend
Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira