Ívar býður sig fram í stjórn KSÍ: „Skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 23:16 Ívar Ingimarsson og Ole Gunnar Solskjær í baráttunni í leik Reading og Manchester United fyrir þónokkrum árum síðan. Getty Images Ívar Ingimarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og atvinnumaður til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer undir lok mánaðarins. Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira