Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:01 Mjög vel hefur gengið að bólusetja bæði börn og fullorðna á Íslandi. Þá hafa tugir þúsunda smitast af covid veirunni þannig að þjóðin ætti að minnsta kosti að vera við það að hafa öðlast hjarðónæmi. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25
Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?