Madrídingar misstigu sig í toppbaráttunni 12. febrúar 2022 17:35 Gareth Bale var í byrjunarliði Real Madrid í dag. Aitor Alcalde Colomer/Getty Images Topplið Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Villareal á erfiðan útivöll í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestrinir frá Madríd voru meira með boltann í dag og virkuðu líklegri til að skora. Ekkert varð þó úr því og því varð nðurstaðan markalaust jafntefli. Madrídingar voru komnir með ágætis forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur nú gert tvö jafntefli í seinustu þremur leikjum sínum. Þeir sitja þó enn á toppi deildarinnar með 54 stig eftir 24 leiki, fjórum stigum meira en Sevilla sem situr í öðru sætinu. Villareal situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 36 stig og er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Spænski boltinn
Topplið Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Villareal á erfiðan útivöll í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestrinir frá Madríd voru meira með boltann í dag og virkuðu líklegri til að skora. Ekkert varð þó úr því og því varð nðurstaðan markalaust jafntefli. Madrídingar voru komnir með ágætis forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur nú gert tvö jafntefli í seinustu þremur leikjum sínum. Þeir sitja þó enn á toppi deildarinnar með 54 stig eftir 24 leiki, fjórum stigum meira en Sevilla sem situr í öðru sætinu. Villareal situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 36 stig og er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti