Er ríkið að brjóta sín eigin lög á kostnað barna? Elvar Snær Kristjánsson skrifar 11. febrúar 2022 13:01 Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins. Í samkomulaginu voru gerðar ýmsar breytingar á tekjustofnun sveitarfélaganna s.s. hækkun hámarksútsvars til að koma til móts við aukin útgjöld. Ég ætla ekki að fara nánar út í þær útfærslur hér. Þá hélt ríkið öllum námsgagnahluta, þ.e.a.s. þróun, framleiðslu og dreifingu námsgagna, hjá sér og árið 2007 tóku gildi lög um námsgögn (nr. 71/2007). Í fyrstu grein þessara laga segir: „Markmið laga þessara er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.“ Í lögunum er einnig kveðið á um hlutverk Námsgagnastofnunnar sem „er að leggja grunnskólum til námsgögn í samræmi við meginmarkmið náms og kennslu á grunnskólastigi samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá.“ Í þriðja kafla laganna er fjallað um hlutverk Námsgagnasjóðs en það er að „leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn.“ Ég tel ekki líklegt að marga hafi órað fyrir áhrifum komu Internetsins árið 1989 né sjö árum seinna þegar samkomulagið árið 1996 var gert. Í dag dylst hins vegar ekki nokkrum manni mikilvægi Internetsins, tölvu- og tækjabúnaðar, smáforrita og spjaldtölva sem nýtast til kennslu í grunnskólum landsins. Eðli málsins samkvæmt eru um nokkurn kostnað að ræða í kringum þessa þróun. Fyrst ber að nefna búnaðinn sjálfan, þ.e. tölvur, snjalltöflur (smartboard), spjaldtölvur, netinnviði í skólum o.fl. Þá þarf ýmis fjölbreytt forrit í búnaðinn og síðan en ekki síst þarf að fræða og þjálfa starfsfólk til að geta nýtt sér þann búnað og forrit sem í boði er. Þessi kostnaður er tiltölulega stöðugur þar sem sífellt þarf að endurnýja búnað, kaupa áskriftir af forritum, kaupa ný forrit auk þess sem fræðsla starfsfólks þarf að vera stöðug. Samkvæmt úthlutunarreglum Námsgagnasjóðs (nr. 899/2016) er skólum óheimilt að verja fjármunum úr sjóðnum til kaupa á búnaði eða tækjum og þar með þurfa þeir að nota sitt eigið rekstrafé frá sínu sveitarfélagi til þess. Námsgagnastofnun hefur í auknum mæli sett námsefni á vefinn nams.is og þar með færist framleiðslukostnaður að hluta yfir á skólana þar sem þeir þurfa annað hvort að kaupa búnað til að hafa aðgengi því námsefni og/eða prenta það út. Þegar sveitarfélög gera sínar fjárhagsáætlanir reyna þau að haga sinni áætlun með þeim hætti að skólar geti fylgt þessari þróun sem best eftir. Þar með fer hlutur sveitarfélaga í námsgagnakostnaði sífellt stækkandi. Það er því nokkuð augljóst að hægt og sígandi hefur námsgagnakostnaður færst í auknum mæli frá ríki yfir á sveitarfélög og velti ég fyrir mér hvort ríki sé að draga lappirnar er kemur að þróun námsgagna og sé ekki að framfylgja eigin lögum um námsgögn (nr. 71/2007). Af þessu leiðir að skólar eru að einhverju leyti sveltir til að sinna þeirri þróun sem er á námsgögnum þar sem sveitarfélög eru misvel í stakk búin til að standa undir þessum aukna kostnaði sem ríkinu ber samkvæmt lögum að sjá um. Slíkt fjársvelti bitnar á skólastjórum í eilífri baráttu sinni fyrir auknu fjármagni fyrir sinn skóla auk þess sem það bitnar á kennurum sem fá ekki alltaf réttu verkfærin til að sinna vinnu sinni á sem bestan máta en þegar að öllu er á botninn hvolft bitnar þetta auðvitað á endanum mest á börnunum okkar. Það bitnar á þeim í færri tækifærum og fjölbreytni til náms og þó að pirraður kennari að slást við að tengjast prentarum með gömlu úreltu tölvunni sinni getur verið kómískt er lítið gagn í honum þá stundina. Höfundur er formaður fjölskylduráðs Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins. Í samkomulaginu voru gerðar ýmsar breytingar á tekjustofnun sveitarfélaganna s.s. hækkun hámarksútsvars til að koma til móts við aukin útgjöld. Ég ætla ekki að fara nánar út í þær útfærslur hér. Þá hélt ríkið öllum námsgagnahluta, þ.e.a.s. þróun, framleiðslu og dreifingu námsgagna, hjá sér og árið 2007 tóku gildi lög um námsgögn (nr. 71/2007). Í fyrstu grein þessara laga segir: „Markmið laga þessara er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.“ Í lögunum er einnig kveðið á um hlutverk Námsgagnastofnunnar sem „er að leggja grunnskólum til námsgögn í samræmi við meginmarkmið náms og kennslu á grunnskólastigi samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá.“ Í þriðja kafla laganna er fjallað um hlutverk Námsgagnasjóðs en það er að „leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn.“ Ég tel ekki líklegt að marga hafi órað fyrir áhrifum komu Internetsins árið 1989 né sjö árum seinna þegar samkomulagið árið 1996 var gert. Í dag dylst hins vegar ekki nokkrum manni mikilvægi Internetsins, tölvu- og tækjabúnaðar, smáforrita og spjaldtölva sem nýtast til kennslu í grunnskólum landsins. Eðli málsins samkvæmt eru um nokkurn kostnað að ræða í kringum þessa þróun. Fyrst ber að nefna búnaðinn sjálfan, þ.e. tölvur, snjalltöflur (smartboard), spjaldtölvur, netinnviði í skólum o.fl. Þá þarf ýmis fjölbreytt forrit í búnaðinn og síðan en ekki síst þarf að fræða og þjálfa starfsfólk til að geta nýtt sér þann búnað og forrit sem í boði er. Þessi kostnaður er tiltölulega stöðugur þar sem sífellt þarf að endurnýja búnað, kaupa áskriftir af forritum, kaupa ný forrit auk þess sem fræðsla starfsfólks þarf að vera stöðug. Samkvæmt úthlutunarreglum Námsgagnasjóðs (nr. 899/2016) er skólum óheimilt að verja fjármunum úr sjóðnum til kaupa á búnaði eða tækjum og þar með þurfa þeir að nota sitt eigið rekstrafé frá sínu sveitarfélagi til þess. Námsgagnastofnun hefur í auknum mæli sett námsefni á vefinn nams.is og þar með færist framleiðslukostnaður að hluta yfir á skólana þar sem þeir þurfa annað hvort að kaupa búnað til að hafa aðgengi því námsefni og/eða prenta það út. Þegar sveitarfélög gera sínar fjárhagsáætlanir reyna þau að haga sinni áætlun með þeim hætti að skólar geti fylgt þessari þróun sem best eftir. Þar með fer hlutur sveitarfélaga í námsgagnakostnaði sífellt stækkandi. Það er því nokkuð augljóst að hægt og sígandi hefur námsgagnakostnaður færst í auknum mæli frá ríki yfir á sveitarfélög og velti ég fyrir mér hvort ríki sé að draga lappirnar er kemur að þróun námsgagna og sé ekki að framfylgja eigin lögum um námsgögn (nr. 71/2007). Af þessu leiðir að skólar eru að einhverju leyti sveltir til að sinna þeirri þróun sem er á námsgögnum þar sem sveitarfélög eru misvel í stakk búin til að standa undir þessum aukna kostnaði sem ríkinu ber samkvæmt lögum að sjá um. Slíkt fjársvelti bitnar á skólastjórum í eilífri baráttu sinni fyrir auknu fjármagni fyrir sinn skóla auk þess sem það bitnar á kennurum sem fá ekki alltaf réttu verkfærin til að sinna vinnu sinni á sem bestan máta en þegar að öllu er á botninn hvolft bitnar þetta auðvitað á endanum mest á börnunum okkar. Það bitnar á þeim í færri tækifærum og fjölbreytni til náms og þó að pirraður kennari að slást við að tengjast prentarum með gömlu úreltu tölvunni sinni getur verið kómískt er lítið gagn í honum þá stundina. Höfundur er formaður fjölskylduráðs Múlaþings.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun