Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 10:39 Viðbragðsaðilar á slöngubát á Þingvallavatni í morgun. Vísir/Vilhelm Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. Þingvallavegur er opinn og ekki efni til að loka vegna þeirra aðgerða sem eru framundan við Ölfusvatnsvík í dag. Aðgerðir við Þingvallavatn stóðu yfir í allan gærdag á meðan bjart var og lauk um kvöldmatarleytið. Framan af degi leit út fyrir að erfitt gæti reynst að ná karlmönnunum fjórum af botni vatnsins vegna sentímetraþykks íslags á vatninu. Eftir hádegið var unnt að hefja aðgerðir. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi að aðgerðirnar í gær hafi gengið afar vel. Líkin voru flutt til Reykjavíkur og komið þar fyrir í kapellu þar sem aðstandur komu og báru kensl á sitt fólk og áttu stund með þeim. Í framhaldi af því voru líkin flutt til krufningar. Tekin var ákvörðun um að nota fjarstýrðan kafbát til að færa líkin upp til móts við kafara í gær. Ætlunin hafði verið að tryggja að allir þeir munir sem á þeim væru væru tryggðir með því að kafarar byggju um þau á botninum og lyfta þeim svo upp. Smákafbátur sem notaður var í gær til að ná þeim látnu upp úr vatninu. Hann virkar á 400 metra dýpi.Vísir/Vilhelm Lögregla segir að við þær aðstæður sem voru á vettvangi í gær og þá stöðu að þurfa að vera með báta á vatninu til að halda því opnu hafi ekki þótt rétt að eyða dýrmætum tíma í það. Því hafi verið gripið til þessa ráðs. Eftir skoðun í gærkvöldi virðist það ekki hafa haft áhrif á mikilvæga þætti við öflun gagna. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang snemma í morgun og eru aðstæður veðurfarslega góðar. Þar er nú sex stiga frost og hægviðri. Hins vegar hefur vatnið lagt á ný og er nú verið að kanna hvort þykktin á ísnum sé slík að bátar ráði ekki við að brjóta sér leið um vatnið. Stund milli stríða hjá björgunarsveitarfólki á svæðinu.Vísir/Vilhelm Vera kann að nauðsynlegt verði að fresta aðgerðum um lengri tíma ef ekki er unnt að vinna á ísnum nú. „Ákveðið hefur verið að hleypa fjölmiðlum inn á vinnusvæðið nú. Þeir gefa sig fram við lokun við Þingvallaveg og ganga þaðan niður í búðirnar. Þá hefur verið ákveðið að heimila takmarkað drónaflug fjölmiðla þannig að drónar taki á loft frá þessu sama bílastæði en stjórnendur þeirra hafi áður upplýst lögreglumönn við lokun um þá fyrirætlan. Þannig geta lögreglumenn náð á stjórnendur strax ef kalla þarf loftför niður vegna annarra vinnu,“ segir í tilkynningunni. Stjórnstöðvarbíllinn frá Landsbjörg, betur þekktur sem Björninn, sem er á svæðinu við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Afþrýstiklefi á svæðinu sem kafarar geta nýtt séu þeir með afþrýstiáverka eða finni fyrir köfunarveiki.Vísir/Vilhelm Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þingvallavegur er opinn og ekki efni til að loka vegna þeirra aðgerða sem eru framundan við Ölfusvatnsvík í dag. Aðgerðir við Þingvallavatn stóðu yfir í allan gærdag á meðan bjart var og lauk um kvöldmatarleytið. Framan af degi leit út fyrir að erfitt gæti reynst að ná karlmönnunum fjórum af botni vatnsins vegna sentímetraþykks íslags á vatninu. Eftir hádegið var unnt að hefja aðgerðir. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi að aðgerðirnar í gær hafi gengið afar vel. Líkin voru flutt til Reykjavíkur og komið þar fyrir í kapellu þar sem aðstandur komu og báru kensl á sitt fólk og áttu stund með þeim. Í framhaldi af því voru líkin flutt til krufningar. Tekin var ákvörðun um að nota fjarstýrðan kafbát til að færa líkin upp til móts við kafara í gær. Ætlunin hafði verið að tryggja að allir þeir munir sem á þeim væru væru tryggðir með því að kafarar byggju um þau á botninum og lyfta þeim svo upp. Smákafbátur sem notaður var í gær til að ná þeim látnu upp úr vatninu. Hann virkar á 400 metra dýpi.Vísir/Vilhelm Lögregla segir að við þær aðstæður sem voru á vettvangi í gær og þá stöðu að þurfa að vera með báta á vatninu til að halda því opnu hafi ekki þótt rétt að eyða dýrmætum tíma í það. Því hafi verið gripið til þessa ráðs. Eftir skoðun í gærkvöldi virðist það ekki hafa haft áhrif á mikilvæga þætti við öflun gagna. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang snemma í morgun og eru aðstæður veðurfarslega góðar. Þar er nú sex stiga frost og hægviðri. Hins vegar hefur vatnið lagt á ný og er nú verið að kanna hvort þykktin á ísnum sé slík að bátar ráði ekki við að brjóta sér leið um vatnið. Stund milli stríða hjá björgunarsveitarfólki á svæðinu.Vísir/Vilhelm Vera kann að nauðsynlegt verði að fresta aðgerðum um lengri tíma ef ekki er unnt að vinna á ísnum nú. „Ákveðið hefur verið að hleypa fjölmiðlum inn á vinnusvæðið nú. Þeir gefa sig fram við lokun við Þingvallaveg og ganga þaðan niður í búðirnar. Þá hefur verið ákveðið að heimila takmarkað drónaflug fjölmiðla þannig að drónar taki á loft frá þessu sama bílastæði en stjórnendur þeirra hafi áður upplýst lögreglumönn við lokun um þá fyrirætlan. Þannig geta lögreglumenn náð á stjórnendur strax ef kalla þarf loftför niður vegna annarra vinnu,“ segir í tilkynningunni. Stjórnstöðvarbíllinn frá Landsbjörg, betur þekktur sem Björninn, sem er á svæðinu við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Afþrýstiklefi á svæðinu sem kafarar geta nýtt séu þeir með afþrýstiáverka eða finni fyrir köfunarveiki.Vísir/Vilhelm
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira