Ólympíumeistarinn á sínum öðrum Ólympíuleikum á aðeins sex mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 17:00 Ayumu Hirano fagnar gullverðlaunum sínum í nótt. AP/Francisco Seco Það er einstakt að Ólympíuleikar fari nú fram með aðeins sex mánaða millibili en það er jafnframt óalgengt að fólk nái að keppa á bæði Sumar- og Vetrarólympíuleikum. Einn af Ólympíumeisturum næturinnar náði því samt og það á mettíma. Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann. Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann.
Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum