Hvar á fólk að búa? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið. Húsnæði er of dýrt Algengt húsnæði hins meðal Íslendings er íbúð í fjölbýli. Í dag er erfitt að finna fjölskylduíbúð fyrir minna en 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Hvað þýða þessar tölur fyrir einstakling sem fær 400 þúsund krónur útborgaðar á mánuði? Jú, ef honum tækist að leggja 25% af laununum sínum til hliðar um hver mánaðamót þá tæki það marga áratugi að skrapa saman 50 milljónum. Það verður að teljast nokkuð óraunhæft. Ekki aðeins er hæpið að einhver geti lagt fjórðung af laununum sínum til hliðar í hverjum einasta mánuði heldur verður að teljast líklegt að að þeim tíma liðnum hafi þarfir einstaklingsins breyst - svo ekki sé talað um húsnæðisverðið. Svo er hinn nýji veruleiki að ásett verð nægir ekki til að kaupa húsnæðið heldur verður fólk í mörgum tilfellum að yfirbjóða, margir eru hættir að reyna bjóða ásett verð heldur byrja á yfirboðum sem þó duga ekki til og æ fleiri upplifa algert vonleysi með stöðuna og sjá enga möguleika að öðlast öryggi í húsnæðismálum. Skuldsetning er nauðsynleg Þar sem það er óraunhæft að spara fyrir húsnæði neyðumst við til að skuldsetja okkur og á Íslandi er skuldsetning dýr. Áratugum saman voru einu lánin sem almenningi stóðu til boða verðtryggð jafngreiðslulán. Þau tryggja ágætlega hagsmuni lánveitenda en hafa fyrir lántakandann þann ókost að eigið fé lántakenda minnkar við að að höfuðstóllinn er uppreiknaður, nær alltaf til hækkunar, um hver mánaðamót. Einnig getur útborgun verið stór hindrun, í dæminu að ofan tæki 4-7 ár að safna fyrir útborgun sem er varla minni en 5 milljónir og sennilega nær 8 milljónum. Aðrir kostir eru í boði í dag, en í lánstími er áfram langur og fyrir vikið lækkar höfuðstóllinn hægt og lántakendur þá útsettir fyrir vaxtahækkunum. Frá aldamótum hefur húsnæði hækkað langt umfram verðlag, 2003 kostaði sérhæð við Mávahlíð um 16 milljónir, í dag væri verðið sennilega um 80 milljónir. Þetta misvægi hefur farið vaxandi og þrátt fyrir að ungt fólk í dag sé að mörgu leiti með hærri laun en fyrri kynslóðir duga þau ekki til að kaupa fyrstu eign. Því þarf að treysta á aðstoð frá tam foreldrum en þeirra svigrúm fer líka minnkandi með hækkandi húsnæðisverði. Hvað er til ráða? Eins og áður sagði er ekki nein einföld lausn til, við erum einfaldlega að súpa seyðið af rándýrum ákvörðunum fyrri tíma um að koma á misgáfulegum lausnum um lánshlutfall, verðtryggingu og fleira. Þessar ákvarðanir eru enn þann dag í dag að valda okkur vandræðum. Því miður er það svo að í þessu spili situr einhver uppi með Svarta Pétur. Annað hvort verður það fólkið sem er nýbúið að skuldsetja sig og sem endar yfirskuldsett. Eða fólkið utan íbúðamarkaðarins sem krefst alltaf meiri og meiri skuldsetningar. Eða lánveitendur sem hafa verið að lána til húsnæðiskaupa eða þeir sem hafa verið að fjárfesta í húsnæði. Síðustu áratugi höfum verið ákveðið að fólkið utan íbúðamarkaðarins fái Svarta Pétur og fyrir vikið heldur verðið áfram að hækka umfram verðlag. Það er hlutverk stjórnmálafólks að rjúfa þennan hring og tryggja hag almennings. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að öruggt húsnæði séu algjör grunnréttindi fólks. Þegar stjórnmálafólk hefur horfst í augu við þá staðreynd er auðvelt að færa rök fyrir því að það þurfii að beita sér fyrir því að fólk hafi þak yfir höfuðið. Það þarf líka að finna leiðir til að bankar og fjármálastofnanir geti ekki hægt á framkvæmdum þegar mikil þörf er á uppbyggingu til að verja eigin eignastöðu í húsnæði. Þegar hagsmunaaðilar nota húsnæðismarkaðinn sem leikvöll til að hagnast þá er það almenningur sem er boltinn og við það getum við ekki unað. Það er einfaldlega ljóst að Ísland verður ekki samkeppnishæft við önnur lönd sem þrátt fyrir verðhækkanir hafa brugðist við með ódýrum lánamöguleikum og öðrum valkostum. Við þurfum að finna fleiri búsetuúrræði en séreignarstefnu eða leigu: búseturétt, óhagnaðardrifin leigufélög eða aðra kosti. Þannig getum við byrjað að vinda ofan af þessum fortíðarvanda. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Píratar Indriði Stefánsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið. Húsnæði er of dýrt Algengt húsnæði hins meðal Íslendings er íbúð í fjölbýli. Í dag er erfitt að finna fjölskylduíbúð fyrir minna en 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Hvað þýða þessar tölur fyrir einstakling sem fær 400 þúsund krónur útborgaðar á mánuði? Jú, ef honum tækist að leggja 25% af laununum sínum til hliðar um hver mánaðamót þá tæki það marga áratugi að skrapa saman 50 milljónum. Það verður að teljast nokkuð óraunhæft. Ekki aðeins er hæpið að einhver geti lagt fjórðung af laununum sínum til hliðar í hverjum einasta mánuði heldur verður að teljast líklegt að að þeim tíma liðnum hafi þarfir einstaklingsins breyst - svo ekki sé talað um húsnæðisverðið. Svo er hinn nýji veruleiki að ásett verð nægir ekki til að kaupa húsnæðið heldur verður fólk í mörgum tilfellum að yfirbjóða, margir eru hættir að reyna bjóða ásett verð heldur byrja á yfirboðum sem þó duga ekki til og æ fleiri upplifa algert vonleysi með stöðuna og sjá enga möguleika að öðlast öryggi í húsnæðismálum. Skuldsetning er nauðsynleg Þar sem það er óraunhæft að spara fyrir húsnæði neyðumst við til að skuldsetja okkur og á Íslandi er skuldsetning dýr. Áratugum saman voru einu lánin sem almenningi stóðu til boða verðtryggð jafngreiðslulán. Þau tryggja ágætlega hagsmuni lánveitenda en hafa fyrir lántakandann þann ókost að eigið fé lántakenda minnkar við að að höfuðstóllinn er uppreiknaður, nær alltaf til hækkunar, um hver mánaðamót. Einnig getur útborgun verið stór hindrun, í dæminu að ofan tæki 4-7 ár að safna fyrir útborgun sem er varla minni en 5 milljónir og sennilega nær 8 milljónum. Aðrir kostir eru í boði í dag, en í lánstími er áfram langur og fyrir vikið lækkar höfuðstóllinn hægt og lántakendur þá útsettir fyrir vaxtahækkunum. Frá aldamótum hefur húsnæði hækkað langt umfram verðlag, 2003 kostaði sérhæð við Mávahlíð um 16 milljónir, í dag væri verðið sennilega um 80 milljónir. Þetta misvægi hefur farið vaxandi og þrátt fyrir að ungt fólk í dag sé að mörgu leiti með hærri laun en fyrri kynslóðir duga þau ekki til að kaupa fyrstu eign. Því þarf að treysta á aðstoð frá tam foreldrum en þeirra svigrúm fer líka minnkandi með hækkandi húsnæðisverði. Hvað er til ráða? Eins og áður sagði er ekki nein einföld lausn til, við erum einfaldlega að súpa seyðið af rándýrum ákvörðunum fyrri tíma um að koma á misgáfulegum lausnum um lánshlutfall, verðtryggingu og fleira. Þessar ákvarðanir eru enn þann dag í dag að valda okkur vandræðum. Því miður er það svo að í þessu spili situr einhver uppi með Svarta Pétur. Annað hvort verður það fólkið sem er nýbúið að skuldsetja sig og sem endar yfirskuldsett. Eða fólkið utan íbúðamarkaðarins sem krefst alltaf meiri og meiri skuldsetningar. Eða lánveitendur sem hafa verið að lána til húsnæðiskaupa eða þeir sem hafa verið að fjárfesta í húsnæði. Síðustu áratugi höfum verið ákveðið að fólkið utan íbúðamarkaðarins fái Svarta Pétur og fyrir vikið heldur verðið áfram að hækka umfram verðlag. Það er hlutverk stjórnmálafólks að rjúfa þennan hring og tryggja hag almennings. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að öruggt húsnæði séu algjör grunnréttindi fólks. Þegar stjórnmálafólk hefur horfst í augu við þá staðreynd er auðvelt að færa rök fyrir því að það þurfii að beita sér fyrir því að fólk hafi þak yfir höfuðið. Það þarf líka að finna leiðir til að bankar og fjármálastofnanir geti ekki hægt á framkvæmdum þegar mikil þörf er á uppbyggingu til að verja eigin eignastöðu í húsnæði. Þegar hagsmunaaðilar nota húsnæðismarkaðinn sem leikvöll til að hagnast þá er það almenningur sem er boltinn og við það getum við ekki unað. Það er einfaldlega ljóst að Ísland verður ekki samkeppnishæft við önnur lönd sem þrátt fyrir verðhækkanir hafa brugðist við með ódýrum lánamöguleikum og öðrum valkostum. Við þurfum að finna fleiri búsetuúrræði en séreignarstefnu eða leigu: búseturétt, óhagnaðardrifin leigufélög eða aðra kosti. Þannig getum við byrjað að vinda ofan af þessum fortíðarvanda. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar