Karólína framlengir við Bayern til 2025: „Mjög glöð og stolt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 15:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á sínu öðru tímabili hjá Bayern München. bayern münchen Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern München til 2025. Karólína gekk í raðir Bayern frá Breiðabliki í ársbyrjun 2021. Hún varð þýskur meistari með Bæjurum á síðasta tímabili. „Ég er mjög glöð og stolt af því að framlengja samninginn minn við Bayern München. Ég hlakka til að þroskast enn frekar hér. Ég hef þegar lært mikið síðasta árið í München. Ég hef orðið sterkari og betri, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Karólína við undirritun samningsins. 2 0 2 5 ! HERE TO STAY! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hat ihren Vertrag vorzeitig verlängert: https://t.co/lq6GoXTCD8 #MiaSanMia #FCBayern @karolinalea39 pic.twitter.com/pJefcnPb6i— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) February 10, 2022 Bianca Rech, íþróttastjóri Bayern, kvaðst ánægð með að hafa Karólína áfram í herbúðum Bæjara. „Það er frábært að sjá hvernig Karólína hefur þroskast undanfarna mánuði. Hún er frábær karakter og við hlökkum til að styðja hana áfram næstu árin. Karólína fær okkur mikla gleði,“ sagði Rech. Karólína, sem er tvítug, hefur leikið sautján leiki fyrir Bayern og skorað tvö mörk. Annað þeirra kom í fyrsta leik hennar fyrir Bayern, í 1-6 sigri á BIIK Kazygurt frá Kasakstan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á laugardaginn. Þýski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Karólína gekk í raðir Bayern frá Breiðabliki í ársbyrjun 2021. Hún varð þýskur meistari með Bæjurum á síðasta tímabili. „Ég er mjög glöð og stolt af því að framlengja samninginn minn við Bayern München. Ég hlakka til að þroskast enn frekar hér. Ég hef þegar lært mikið síðasta árið í München. Ég hef orðið sterkari og betri, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Karólína við undirritun samningsins. 2 0 2 5 ! HERE TO STAY! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hat ihren Vertrag vorzeitig verlängert: https://t.co/lq6GoXTCD8 #MiaSanMia #FCBayern @karolinalea39 pic.twitter.com/pJefcnPb6i— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) February 10, 2022 Bianca Rech, íþróttastjóri Bayern, kvaðst ánægð með að hafa Karólína áfram í herbúðum Bæjara. „Það er frábært að sjá hvernig Karólína hefur þroskast undanfarna mánuði. Hún er frábær karakter og við hlökkum til að styðja hana áfram næstu árin. Karólína fær okkur mikla gleði,“ sagði Rech. Karólína, sem er tvítug, hefur leikið sautján leiki fyrir Bayern og skorað tvö mörk. Annað þeirra kom í fyrsta leik hennar fyrir Bayern, í 1-6 sigri á BIIK Kazygurt frá Kasakstan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á laugardaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira