Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2022 20:33 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala. Vísir Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira