Ráðherrar fortíðarinnar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2022 13:30 Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar