Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Atli Czubaiko getur vottað að það var ekki gluggaveður. Aðsend Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum. Veður Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum.
Veður Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira