Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 13:31 Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og Kim Kardashian fóru að sjást saman síðasta haust. People Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. Viðtalið við Davidson birtist í gær í sérstökum vefþætti tímaritsins People. Viðtalið var í heldur óhefðbundnu sniði en Davidson var staddur í svefnherbergi sínu og spjallaði við blaðakonu People í gegnum fjarskiptabúnað. Í svefnherberginu mátti meðal annars sjá bangsa á rúminu hans og kerti með mynd af sjálfri Kim Kardashian. Hann afsakaði þó ástandið á herberginu og sagðist vera að standa í flutningum. Er ekki á samfélagsmiðlum Í viðtalinu var hann spurður hvaða áhrif þessi skyndilega frægð hefði haft á líf hans. „Ég er ekki á Instagram eða Twitter, þannig ég eyði mestum tíma í að fara inn í og út úr bíl og koma mér í tökur. Ef ég er í fríi þá er ég oftast með vinum mínum eða kærustunni minni innandyra,“ segir Davidson og staðfesti með þessu að hann og Kardashian væru nú formlega par. Sambandið hefur verið umtalað síðan þau fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Sumir vildu þó meina að sambandið væri sett upp fyrir athyglina og jafnvel að þetta væri bara ein stór auglýsing fyrir SKIMS, fatamerki Kardashian. Sjá einnig: Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann „Þetta hefur ekki mikil áhrif á lífið mitt. Stundum gerist það að fólk öskrar eitthvað á mig og það er kannski erfitt fyrir mig að ætla að skjótast á Dunkin Donuts. En fyrir utan það, þá er þetta ekkert hræðilegt. Þetta gæti verið mun verra.“ Heldur Valentínusardaginn hátíðlegan í fyrsta sinn Þegar blaðakonan minnir Davidson á það að Valentínusardagurinn sé á næsta leyti, segist hann aldrei hafa haldið upp á þann dag áður. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er farinn að huga að einhverjum áformum fyrir Valentínusardaginn,“ segir Davidson. Honum er því greinilega alvara með sambandi sínu við Kardashian, því þetta er alls ekki hans fyrsta samband. Hann var meðal annars trúlofaður söngkonunni Ariönu Grande. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30 Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01 Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Viðtalið við Davidson birtist í gær í sérstökum vefþætti tímaritsins People. Viðtalið var í heldur óhefðbundnu sniði en Davidson var staddur í svefnherbergi sínu og spjallaði við blaðakonu People í gegnum fjarskiptabúnað. Í svefnherberginu mátti meðal annars sjá bangsa á rúminu hans og kerti með mynd af sjálfri Kim Kardashian. Hann afsakaði þó ástandið á herberginu og sagðist vera að standa í flutningum. Er ekki á samfélagsmiðlum Í viðtalinu var hann spurður hvaða áhrif þessi skyndilega frægð hefði haft á líf hans. „Ég er ekki á Instagram eða Twitter, þannig ég eyði mestum tíma í að fara inn í og út úr bíl og koma mér í tökur. Ef ég er í fríi þá er ég oftast með vinum mínum eða kærustunni minni innandyra,“ segir Davidson og staðfesti með þessu að hann og Kardashian væru nú formlega par. Sambandið hefur verið umtalað síðan þau fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Sumir vildu þó meina að sambandið væri sett upp fyrir athyglina og jafnvel að þetta væri bara ein stór auglýsing fyrir SKIMS, fatamerki Kardashian. Sjá einnig: Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann „Þetta hefur ekki mikil áhrif á lífið mitt. Stundum gerist það að fólk öskrar eitthvað á mig og það er kannski erfitt fyrir mig að ætla að skjótast á Dunkin Donuts. En fyrir utan það, þá er þetta ekkert hræðilegt. Þetta gæti verið mun verra.“ Heldur Valentínusardaginn hátíðlegan í fyrsta sinn Þegar blaðakonan minnir Davidson á það að Valentínusardagurinn sé á næsta leyti, segist hann aldrei hafa haldið upp á þann dag áður. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er farinn að huga að einhverjum áformum fyrir Valentínusardaginn,“ segir Davidson. Honum er því greinilega alvara með sambandi sínu við Kardashian, því þetta er alls ekki hans fyrsta samband. Hann var meðal annars trúlofaður söngkonunni Ariönu Grande.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30 Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01 Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30
Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30
Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01
Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38