Háskóli hluta Íslands Einar Freyr Elínarson skrifar 8. febrúar 2022 11:00 Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Byggðamál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun