Fyrirsætan frá Bandaríkjunum sem færði Kínverjum gull á ÓL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 09:11 Eileen Gu er búin að vinna sitt fyrsta gull á Vetrarólympíuleikunum en þau gætu orðið fleiri. AP/Matt Slocum Eileen Gu varð í nótt Ólympíumeistari í skíðafimi af stórum palli eftir að hafa náð fyrsta 1620 stökkinu sínu á ferlinum í lokastökkinu í keppninni. Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Sjá meira
Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Sjá meira