Fyrirsætan frá Bandaríkjunum sem færði Kínverjum gull á ÓL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 09:11 Eileen Gu er búin að vinna sitt fyrsta gull á Vetrarólympíuleikunum en þau gætu orðið fleiri. AP/Matt Slocum Eileen Gu varð í nótt Ólympíumeistari í skíðafimi af stórum palli eftir að hafa náð fyrsta 1620 stökkinu sínu á ferlinum í lokastökkinu í keppninni. Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira