Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. febrúar 2022 06:10 „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. „Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil. Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
„Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil.
Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira