Þá verður rætt við 68 ára rafeindavirkja sem Isavia ANS sagði upp vegna aldurs. Hann fagnar því að kærunefnd jafnréttismála hafi staðfest brot félagsins gegn sér en hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur.
Í kvöldfréttum verður fjallað um björgunaraðgerðir í Marokkó við að ná fimm ára dreng úr brunni og ítarleg umfjöllun verður um sérfræðiaðgerðir á Íslandi sem ekki eru niðurgreiddar, og þá sérstaklega í tilfelli Jóns Ívars Einarssonar læknis sem er sérfræðingur í endómetríósu - en konur fá ekki niðugreiddar aðgerðir hjá honum.
Einnig hittum við tæplega níræðan kúabónda sem hefur mjólkað í áttatíu ár. Geri aðrir betur. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.