Hetjur Middlesbrough uppaldar í Manchester | Boltinn fór óvart í hendina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:45 Fagnaðarlæti Middlesbrough að leik loknum og atvikið umtalaða. Clive Mason/Getty Images/Stöð 2 Sport Middlesbrough sló Manchester United út úr FA-bikarnum í gærkvöld. Mennirnir sem jöfnuðu metin áður en Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni eru báðir uppaldir hjá Manchester United. Manchester United féll úr FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í gærkvöld. Staðan á Old Trafford var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn óðu hreinlega í færum. Þá fór boltinn í hönd leikmanns Middlsbrough í aðdraganda jöfnunarmarksins en ekkert var dæmt þar sem ekki var um „viljandi hendi“ að ræða og því fékk markið að standa. Á endanum fór það svo að Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni þar sem táningurinn Anthony Elanga skaut yfir og B-deildarliðið komið áfram. On the 'handball', Anthony Taylor felt it was accidental as the ball had bounced up off his chest. VAR Stuart Attwell endorsed this interpretation.— Simon Stone (@sistoney67) February 4, 2022 Það ætti ekki að koma á óvart að gestirnir hafi farið áfram þar sem Man United hefur aldrei unnið vítaspyrnukeppni í 151 árs sögu FA-bikarsins. Það vekur einnig athygli að mennirnir á bakvið jöfnunarmark Middlesbrough eru báðir fyrrum leikmenn Manchester United. Duncan Watmore, sem lagði boltann fyrir sig með hendinni, lagði upp markið á Matt Crooks sem hefur stutt liðið alla tíð síðan hann var smá polli. „Þetta var alveg óvart. Ég veit að boltinn snerti hendi mína en það var ekki ætlunin. Það var frábært að leggja upp á Crooksy. Við vorum hér saman á árum áður svo þetta er mjög sérstakt fyrir okkur báða,“ sagði Watmore í viðtali að leik loknum. It was completely accidental - I know it touched my hand but it wasn t intended at all it s just amazing to set up Crooksy. We were in a United age group together here, so it s quite special for both of us. - Duncan Watmore @GabrielClarke05 @EmiratesFACup | #Boro pic.twitter.com/J7wK8v2CJT— ITV Football (@itvfootball) February 4, 2022 FA-bikarinn heldur áfram í dag og hver veit nema það verði fleiri óvænt úrslit á dagskrá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Manchester United féll úr FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í gærkvöld. Staðan á Old Trafford var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn óðu hreinlega í færum. Þá fór boltinn í hönd leikmanns Middlsbrough í aðdraganda jöfnunarmarksins en ekkert var dæmt þar sem ekki var um „viljandi hendi“ að ræða og því fékk markið að standa. Á endanum fór það svo að Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni þar sem táningurinn Anthony Elanga skaut yfir og B-deildarliðið komið áfram. On the 'handball', Anthony Taylor felt it was accidental as the ball had bounced up off his chest. VAR Stuart Attwell endorsed this interpretation.— Simon Stone (@sistoney67) February 4, 2022 Það ætti ekki að koma á óvart að gestirnir hafi farið áfram þar sem Man United hefur aldrei unnið vítaspyrnukeppni í 151 árs sögu FA-bikarsins. Það vekur einnig athygli að mennirnir á bakvið jöfnunarmark Middlesbrough eru báðir fyrrum leikmenn Manchester United. Duncan Watmore, sem lagði boltann fyrir sig með hendinni, lagði upp markið á Matt Crooks sem hefur stutt liðið alla tíð síðan hann var smá polli. „Þetta var alveg óvart. Ég veit að boltinn snerti hendi mína en það var ekki ætlunin. Það var frábært að leggja upp á Crooksy. Við vorum hér saman á árum áður svo þetta er mjög sérstakt fyrir okkur báða,“ sagði Watmore í viðtali að leik loknum. It was completely accidental - I know it touched my hand but it wasn t intended at all it s just amazing to set up Crooksy. We were in a United age group together here, so it s quite special for both of us. - Duncan Watmore @GabrielClarke05 @EmiratesFACup | #Boro pic.twitter.com/J7wK8v2CJT— ITV Football (@itvfootball) February 4, 2022 FA-bikarinn heldur áfram í dag og hver veit nema það verði fleiri óvænt úrslit á dagskrá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira