„Foreldrar, ömmur og afar munu segja frá því þegar West Ham mætti á Aggborough“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 11:01 Declan Rice og félagar mæta Kidderminster Harriers í dag. EPA-EFE/Peter Powell Það er góð og gild ástæða fyrir því að oft er talað um „töfra FA-bikarsins.“ Segja má að leikur Kidderminster Harriers og West Ham United sem fram fer í dag sé hluti af þeim töfrum. Enska bikarkeppnin er sú elsta í sögunni og enn í miklum metum, sérstaklega hjá liðum sem flokkast ekki undir elítuna á Englandi. Reikna má með að leikur West Ham United og Kidderminster Harriers verði leikur kattarins að músinni enda leika heimamenn í F-deild enskrar knattspyrnu á meðan West Ham er í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. En eins og við vitum þá hefur Davíð komið Golíat á óvart í gegnum tíðina. Kidderminster Harriers er lítið félag en á sér þó ríka sögu enda stofnað árið 1886. Liðið hefur áður tekið á móti West Ham í bikarnum og þá mættu 8000 manns á völlinn. Er það töluvert yfir sætafjölda en samkvæmt Wikipedia-síðu Kidderminster tekur Aggborough-völlurinn aðeins rúmlega 3000 manns í sæti og annan eins fjölda standandi. What a story this would be Can non-league Kidderminster Harriers knock West Ham out of the FA Cup?Watch LIVE from 12:00 GMT Saturday on the BBC #bbcfootball #bbcfacup— Match of the Day (@BBCMOTD) February 4, 2022 Richard Lane, formaður Kidderminster, vonast til að nálægð áhorfenda á Aggborough muni hjálpa sínum mönnum í dag. „Að hafa alla áhorfendur svo nálægt vellinum sjálfum mun vonandi hræða leikmenn West Ham að einhverju leyti. Ef þú setur alla litlu hlutina saman þá eigum við möguleika,“ sagði Lane í skemmtilegu innslagi breska ríkisútvarpsins fyrir leik. Klukkan 12.20 hefst útsending frá leik Kidderminster og West Ham í 4. umferð FA-bikarsins í knattspyrnu á Stöð 2 Sport 3. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Enska bikarkeppnin er sú elsta í sögunni og enn í miklum metum, sérstaklega hjá liðum sem flokkast ekki undir elítuna á Englandi. Reikna má með að leikur West Ham United og Kidderminster Harriers verði leikur kattarins að músinni enda leika heimamenn í F-deild enskrar knattspyrnu á meðan West Ham er í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. En eins og við vitum þá hefur Davíð komið Golíat á óvart í gegnum tíðina. Kidderminster Harriers er lítið félag en á sér þó ríka sögu enda stofnað árið 1886. Liðið hefur áður tekið á móti West Ham í bikarnum og þá mættu 8000 manns á völlinn. Er það töluvert yfir sætafjölda en samkvæmt Wikipedia-síðu Kidderminster tekur Aggborough-völlurinn aðeins rúmlega 3000 manns í sæti og annan eins fjölda standandi. What a story this would be Can non-league Kidderminster Harriers knock West Ham out of the FA Cup?Watch LIVE from 12:00 GMT Saturday on the BBC #bbcfootball #bbcfacup— Match of the Day (@BBCMOTD) February 4, 2022 Richard Lane, formaður Kidderminster, vonast til að nálægð áhorfenda á Aggborough muni hjálpa sínum mönnum í dag. „Að hafa alla áhorfendur svo nálægt vellinum sjálfum mun vonandi hræða leikmenn West Ham að einhverju leyti. Ef þú setur alla litlu hlutina saman þá eigum við möguleika,“ sagði Lane í skemmtilegu innslagi breska ríkisútvarpsins fyrir leik. Klukkan 12.20 hefst útsending frá leik Kidderminster og West Ham í 4. umferð FA-bikarsins í knattspyrnu á Stöð 2 Sport 3. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira