Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2022 01:14 Leitaraðilar að störfum við Þingvallavatn síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Rúmlega þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni, þar á meðal á níunda hundrað björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þyrlusveit landhelgisgæslunnar, lögregla, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérsveit ríkislögreglustjóra, starfsmenn Isavia, einkaaðilar auk fjölmargra annarra. Landhelgisgæslan segist í tilkynningu vilja þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari umfangsmiklu leit fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við krefjandi aðstæður. Rannsókn málsins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Frá leitaraðgerðum við Þingvallavatn um kvöldmatarleytið í dag.Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar sem unnið hafa unnið að leitinni eru komnir í hvíld og í hádeginu er fyrirhugaður stöðufundur þar sem farið verður yfir næstu skref. Lögreglan á Suðurlandi getur veitt frekari upplýsingar að þeim fundi loknum, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar sem hefur haft leitina á forræði sínu. Voru í útsýnisflugi Fram hefur komið að flugvélin sem um ræðir var af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Haraldur Diego, reynslumikill flugmaður og eigandi vélarinnar, var í ferð með þrjá erlenda ferðamenn í útsýnisflugi. Flugvélin sem fór í loftið um hálf ellefuleytið á fimmtudagsmorgni. Engin boð bárust frá neyðarsendi og var hennar leitað í hálfan annan sólarhring áður en hún fannst í Þingvallavatni. Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Leitaraðgerðir hófust um tvöleytið á fimmtudag eftir að ekkert hafði spurst til vélarinnar sem fór í loftið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tólf sama dag. Fljótlega beindist leitin að svæðinu sunnan Þingvallavatns og vestan Úlfljótsvatns. Í dag fannst olíubrák í Þingvallavatni og hófst leit í sunnanverðu vatninu þar sem fjarstýrður kafbátur var meðal annars notaður við leitina. Vísir hefur fylgst með gangi mála við leitina frá því hún hófst eftir hádegi á fimmtudaginn í vaktinni hér að neðan.
Rúmlega þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni, þar á meðal á níunda hundrað björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þyrlusveit landhelgisgæslunnar, lögregla, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérsveit ríkislögreglustjóra, starfsmenn Isavia, einkaaðilar auk fjölmargra annarra. Landhelgisgæslan segist í tilkynningu vilja þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari umfangsmiklu leit fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við krefjandi aðstæður. Rannsókn málsins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Frá leitaraðgerðum við Þingvallavatn um kvöldmatarleytið í dag.Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar sem unnið hafa unnið að leitinni eru komnir í hvíld og í hádeginu er fyrirhugaður stöðufundur þar sem farið verður yfir næstu skref. Lögreglan á Suðurlandi getur veitt frekari upplýsingar að þeim fundi loknum, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar sem hefur haft leitina á forræði sínu. Voru í útsýnisflugi Fram hefur komið að flugvélin sem um ræðir var af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Haraldur Diego, reynslumikill flugmaður og eigandi vélarinnar, var í ferð með þrjá erlenda ferðamenn í útsýnisflugi. Flugvélin sem fór í loftið um hálf ellefuleytið á fimmtudagsmorgni. Engin boð bárust frá neyðarsendi og var hennar leitað í hálfan annan sólarhring áður en hún fannst í Þingvallavatni. Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Leitaraðgerðir hófust um tvöleytið á fimmtudag eftir að ekkert hafði spurst til vélarinnar sem fór í loftið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tólf sama dag. Fljótlega beindist leitin að svæðinu sunnan Þingvallavatns og vestan Úlfljótsvatns. Í dag fannst olíubrák í Þingvallavatni og hófst leit í sunnanverðu vatninu þar sem fjarstýrður kafbátur var meðal annars notaður við leitina. Vísir hefur fylgst með gangi mála við leitina frá því hún hófst eftir hádegi á fimmtudaginn í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26