Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 23:00 Anthony Elanga klikkaði á áttundu spyrnu Manchester United í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira