Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 23:00 Anthony Elanga klikkaði á áttundu spyrnu Manchester United í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira