Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 23:00 Anthony Elanga klikkaði á áttundu spyrnu Manchester United í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira