Algjör þögn um vopnaflutninga Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 13:00 Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands. Ferlinu var breytt og það fært yfir til utanríkisráðuneytisins. Hvernig hefur gengið síðan, spurði ég og fékk svar í dag. Alls hafa borist 69 umsóknir um vopnaflutninga frá vorinu 2019, aðeins einni þeirra hefur verið hafnað. Meira fáum við ekki að vita. Stjórnvöld ætla ekki að afhenda neinar upplýsingar um það hvort þau séu aftur eða ennþá með allt niðrum sig - ekki einu sinni einföldustu upplýsingar um hversu mikið af vopnum er verið að flytja, á milli hvaða landa eða neitt annað sem máli skiptir. Ástæðan? Fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra sem selja, flytja og kaupa vopnin. Í alvöru – það stendur í svarinu! Ráðuneytið býðst þó til að ræða þetta í trúnaði við utanríkismálanefnd, sem gæti hins vegar ekkert brugðist við ef kæmi í ljós að allt væri í rugli hjá ráðuneytinu, því hún væri bundin trúnaði! Ríkisstjórn Íslands stærir sig gjarnan af því að vinna í þágu friðar á alþjóðavísu, en slær á sama tíma fullkomnum leyndarhjúp yfir vopnaflutninga fyrir stríðsrekstur og mögulega stríðsglæpi. Það gengur einfaldlega ekki upp! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Píratar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands. Ferlinu var breytt og það fært yfir til utanríkisráðuneytisins. Hvernig hefur gengið síðan, spurði ég og fékk svar í dag. Alls hafa borist 69 umsóknir um vopnaflutninga frá vorinu 2019, aðeins einni þeirra hefur verið hafnað. Meira fáum við ekki að vita. Stjórnvöld ætla ekki að afhenda neinar upplýsingar um það hvort þau séu aftur eða ennþá með allt niðrum sig - ekki einu sinni einföldustu upplýsingar um hversu mikið af vopnum er verið að flytja, á milli hvaða landa eða neitt annað sem máli skiptir. Ástæðan? Fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra sem selja, flytja og kaupa vopnin. Í alvöru – það stendur í svarinu! Ráðuneytið býðst þó til að ræða þetta í trúnaði við utanríkismálanefnd, sem gæti hins vegar ekkert brugðist við ef kæmi í ljós að allt væri í rugli hjá ráðuneytinu, því hún væri bundin trúnaði! Ríkisstjórn Íslands stærir sig gjarnan af því að vinna í þágu friðar á alþjóðavísu, en slær á sama tíma fullkomnum leyndarhjúp yfir vopnaflutninga fyrir stríðsrekstur og mögulega stríðsglæpi. Það gengur einfaldlega ekki upp! Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar