Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 09:36 Efri hæð hússins sem hermennirnir réðust á er svo gott sem horfin. AP/Ghaith Alsayed Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. Heimamenn segja þrettán borgara hafa fallið í árásinni og þar á meðal sex börn og fjórar konur. Herinn hefur ekkert annað sagt um árásina eða hvert skotmark árásarinnar var eða markmið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að senda út tilkynningu í dag. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar úr Idlib-héraði Sýrlands stóð árásin yfir í um tvær klukkustundir. Íbúar sem rætt var við segjast hafa séð líkamsparta við húsið sem hermennirnir réðust á. Þeir sögðu árásina hafa verið gerða á þyrlum og að skothríð og sprengingar hafi heyrst frá húsinu. Húsið var tveggja hæða en blaðamaður sem AP sendi á vettvang sagði efri hæðina nánast horfna. Hér má sjá myndband frá húsinu sem tekið var í morgun, eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Þetta ku vera umfangsmesta aðgerð Bandaríkjahers á svæðinu frá því sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins en hann hélt þá til í Idlib. Héraðið er að mestu undir stjórn mismunandi fylkinga uppreisnar- og vígamanna sem margar eru studdar af Tyrklandi. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru einnig með mikla viðveru í héraðinu löglausa. Öflugasta fylkingin á svæðinu er Hayat Tahrir al-Sham, sem áður hét Nusra Front og var innan al-Qaeda. Upplýsingar um fjölda þeirra sem dóu í árásinni hafa verið á reiki. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveit, segja þrettán hafa fallið og þar af sex börn og fjórar konur. Syrian Observatory for Human Rights, eftirlitssamtök sem fylgjast með átökum í Sýrlandi, segja níu hafa fallið í árásinni. Þar á meðal tvö börn og kona. Blaðamaður sem fór á vettvang fyrir AP sagðist hafa séð tólf lík. Innan úr húsinu sem hermennirnir réðust á.AP/Ghaith Alsayed Í frétt Reuters er vitnað í myndband af vettvangi sem sýnir minnst tvö lík barna. Blaðamenn Reuters ræddu við uppreisnarmann af svæðinu sem sagði að maðurinn sem virtist hafa verið skotmark Bandaríkjamanna hefði búið með fjölskyldu sinni í húsinu. #UPDATE US special forces hunted down high-ranking jihadists in a rare airborne raid in northwestern Syria on Thursday, killing 13 people in an operation the Pentagon described as "successful"https://t.co/T0NY4BEahs The scene in Atme after a raid by US special forces pic.twitter.com/q08jWqWAgi— AFP News Agency (@AFP) February 3, 2022 NEW -- U.S. forces & helicopters have opened fire on the surrounded house in Dayr Balut, #Atmeh. Audio clear here:pic.twitter.com/5zDPFSOz5R— Charles Lister (@Charles_Lister) February 2, 2022 Bandaríkin Sýrland Hernaður Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Heimamenn segja þrettán borgara hafa fallið í árásinni og þar á meðal sex börn og fjórar konur. Herinn hefur ekkert annað sagt um árásina eða hvert skotmark árásarinnar var eða markmið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að senda út tilkynningu í dag. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar úr Idlib-héraði Sýrlands stóð árásin yfir í um tvær klukkustundir. Íbúar sem rætt var við segjast hafa séð líkamsparta við húsið sem hermennirnir réðust á. Þeir sögðu árásina hafa verið gerða á þyrlum og að skothríð og sprengingar hafi heyrst frá húsinu. Húsið var tveggja hæða en blaðamaður sem AP sendi á vettvang sagði efri hæðina nánast horfna. Hér má sjá myndband frá húsinu sem tekið var í morgun, eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Þetta ku vera umfangsmesta aðgerð Bandaríkjahers á svæðinu frá því sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins en hann hélt þá til í Idlib. Héraðið er að mestu undir stjórn mismunandi fylkinga uppreisnar- og vígamanna sem margar eru studdar af Tyrklandi. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru einnig með mikla viðveru í héraðinu löglausa. Öflugasta fylkingin á svæðinu er Hayat Tahrir al-Sham, sem áður hét Nusra Front og var innan al-Qaeda. Upplýsingar um fjölda þeirra sem dóu í árásinni hafa verið á reiki. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveit, segja þrettán hafa fallið og þar af sex börn og fjórar konur. Syrian Observatory for Human Rights, eftirlitssamtök sem fylgjast með átökum í Sýrlandi, segja níu hafa fallið í árásinni. Þar á meðal tvö börn og kona. Blaðamaður sem fór á vettvang fyrir AP sagðist hafa séð tólf lík. Innan úr húsinu sem hermennirnir réðust á.AP/Ghaith Alsayed Í frétt Reuters er vitnað í myndband af vettvangi sem sýnir minnst tvö lík barna. Blaðamenn Reuters ræddu við uppreisnarmann af svæðinu sem sagði að maðurinn sem virtist hafa verið skotmark Bandaríkjamanna hefði búið með fjölskyldu sinni í húsinu. #UPDATE US special forces hunted down high-ranking jihadists in a rare airborne raid in northwestern Syria on Thursday, killing 13 people in an operation the Pentagon described as "successful"https://t.co/T0NY4BEahs The scene in Atme after a raid by US special forces pic.twitter.com/q08jWqWAgi— AFP News Agency (@AFP) February 3, 2022 NEW -- U.S. forces & helicopters have opened fire on the surrounded house in Dayr Balut, #Atmeh. Audio clear here:pic.twitter.com/5zDPFSOz5R— Charles Lister (@Charles_Lister) February 2, 2022
Bandaríkin Sýrland Hernaður Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35
Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07
Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31