Markmiðið er skýrt Almar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar