Óskar Hrafn gæti mætt syni sínum í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 10:30 Gísli Eyjólfsson og félagar í Breiðabliki fagna hér marki í Evrópukeppninni síðasta sumar. Vísir/Hafliði Breiðfjörð Karlalið Breiðabliks er fulltrúi Íslands á Atlantic Cup sem fer fram á Algarve í Portúgal Kópavogsliðið mætir þar mörgum sterkum erlendum liðum. Blikar spila við þrjá þeirra en það eru enska liðið Brentford B og svo dönsku liðin Midtjylland og FCK. Nú er orðið ljóst að Stöð 2 Sport sýnir leiki Breiðabliks beint. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014 sem íslenskt lið tekur þátt í þessu árlega æfingamóti á suðrænum slóðum en bæði FH og Breiðablik voru með á mótinu 2014. FH töpuðu þá öllum þremur leikjum sinum en Blikar unnu einn, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum. Breiðabliksliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í blálokin á síðasta tímabili en var það lið í deildinni sem skoraði flest mörk og var líka með tvöfalt betri markatölu en Íslandsmeistarar Víkings. Blikar ætla sér því örugglega stóra hluti í sumar og hér um að ræða mikilvæga undirbúningsleiki fyrir liðið. Breiðablik stóð sig mjög vel í Evrópukeppninni síðasta sumar og hefur því verið að sanna sig á alþjóðlegum vettvangi. Svo skemmtilega vill til að lokaleikur Blika á Atlantic Cup er á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn en þar gæti þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson mætt syni sínum Orra Stein Óskarssyni. Orri Steinn hefur raðað inn mörkum með nítján ára liði FCK og hefur fengið tækifæri með aðalliði félagsins á þessu undirbúningstímabili. Leikir Blikar sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport: 3. febrúar klukkan 19.30: Breiðablik – Brentford B 6. febrúar klukkan 19.30: Midtjylland – Breiðablik 11. febrúar klukkan 16.00: Breiðablik – FCK Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Blikar spila við þrjá þeirra en það eru enska liðið Brentford B og svo dönsku liðin Midtjylland og FCK. Nú er orðið ljóst að Stöð 2 Sport sýnir leiki Breiðabliks beint. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014 sem íslenskt lið tekur þátt í þessu árlega æfingamóti á suðrænum slóðum en bæði FH og Breiðablik voru með á mótinu 2014. FH töpuðu þá öllum þremur leikjum sinum en Blikar unnu einn, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum. Breiðabliksliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í blálokin á síðasta tímabili en var það lið í deildinni sem skoraði flest mörk og var líka með tvöfalt betri markatölu en Íslandsmeistarar Víkings. Blikar ætla sér því örugglega stóra hluti í sumar og hér um að ræða mikilvæga undirbúningsleiki fyrir liðið. Breiðablik stóð sig mjög vel í Evrópukeppninni síðasta sumar og hefur því verið að sanna sig á alþjóðlegum vettvangi. Svo skemmtilega vill til að lokaleikur Blika á Atlantic Cup er á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn en þar gæti þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson mætt syni sínum Orra Stein Óskarssyni. Orri Steinn hefur raðað inn mörkum með nítján ára liði FCK og hefur fengið tækifæri með aðalliði félagsins á þessu undirbúningstímabili. Leikir Blikar sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport: 3. febrúar klukkan 19.30: Breiðablik – Brentford B 6. febrúar klukkan 19.30: Midtjylland – Breiðablik 11. febrúar klukkan 16.00: Breiðablik – FCK
Leikir Blikar sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport: 3. febrúar klukkan 19.30: Breiðablik – Brentford B 6. febrúar klukkan 19.30: Midtjylland – Breiðablik 11. febrúar klukkan 16.00: Breiðablik – FCK
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira