Sterkur leiðtogi skiptir máli Þorsteinn Hallgrímsson skrifar 3. febrúar 2022 08:31 Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það vel. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan leiðtoga sem leiðir listann og hefur góða blöndu af þekkingu, reynslu og hæfileikum til þess að gera það. Leiðtoginn þarf að vera góður stjórnandi, vera góður í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, vera góður að fá fólk til að vinna með sér, og draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Leiðtoginn þarf að vera góð fyrirmynd, vera heiðarlegur og hafa gott mannorð. Ég hef þekkt Ásgeir Sveinsson um árabil en hann býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og hann hefur alla þessa eiginleika og meira til. Hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á þessu kjörtímabili og einnig gegnt embætti formanns bæjarráðs. Ásgeir hefur starfað af krafti að bæjarmálunum, er vel inni í öllum málaflokkum og margt af því sem hann lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar hefur verið framkvæmt á þessu kjörtímabili. Ásgeir hefur mikla reynslu sem leiðtogi og stjórnandi úr atvinnulífinu. Sem farsæll framkvæmdastjóri hjá HJ ehf. í 12 ár skilaði naut hann mikillar velgengni. Verkefnin í þannig starfi eru mörg, ólík og flókin, þar má nefna daglegan rekstur, umsjón með mannauðsmálum, fjármálastjórnun og samningagerð bæði við alþjóðleg fyrirtæki og innlend. Ásgeir hefur einnig mikla reynslu af stjórnun í félagsmálum, var formaður karlahandboltans hjá Aftureldingu 2013–2019 á miklum uppbyggingar- og uppgangstímum. Hann hefur langa reynslu sem handboltaþjálfari hjá Aftureldingu, hefur setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og syngur í Karlakór Kjalnesinga. Það eru mörg spennandi verkefni og tækifæri fram undan í Mosfellsbæ. Það skiptir miklu máli fyrir okkur Mosfellinga að sterkur leiðtogi leiði lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þess vegna ætla ég að kjósa Ásgeir Sveinsson í 1. sætið og hvet þig, lesandi góður, til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það vel. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan leiðtoga sem leiðir listann og hefur góða blöndu af þekkingu, reynslu og hæfileikum til þess að gera það. Leiðtoginn þarf að vera góður stjórnandi, vera góður í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, vera góður að fá fólk til að vinna með sér, og draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Leiðtoginn þarf að vera góð fyrirmynd, vera heiðarlegur og hafa gott mannorð. Ég hef þekkt Ásgeir Sveinsson um árabil en hann býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og hann hefur alla þessa eiginleika og meira til. Hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á þessu kjörtímabili og einnig gegnt embætti formanns bæjarráðs. Ásgeir hefur starfað af krafti að bæjarmálunum, er vel inni í öllum málaflokkum og margt af því sem hann lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar hefur verið framkvæmt á þessu kjörtímabili. Ásgeir hefur mikla reynslu sem leiðtogi og stjórnandi úr atvinnulífinu. Sem farsæll framkvæmdastjóri hjá HJ ehf. í 12 ár skilaði naut hann mikillar velgengni. Verkefnin í þannig starfi eru mörg, ólík og flókin, þar má nefna daglegan rekstur, umsjón með mannauðsmálum, fjármálastjórnun og samningagerð bæði við alþjóðleg fyrirtæki og innlend. Ásgeir hefur einnig mikla reynslu af stjórnun í félagsmálum, var formaður karlahandboltans hjá Aftureldingu 2013–2019 á miklum uppbyggingar- og uppgangstímum. Hann hefur langa reynslu sem handboltaþjálfari hjá Aftureldingu, hefur setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og syngur í Karlakór Kjalnesinga. Það eru mörg spennandi verkefni og tækifæri fram undan í Mosfellsbæ. Það skiptir miklu máli fyrir okkur Mosfellinga að sterkur leiðtogi leiði lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þess vegna ætla ég að kjósa Ásgeir Sveinsson í 1. sætið og hvet þig, lesandi góður, til að gera slíkt hið sama.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun