Ekki sammála um hvað Klopp hefði gert Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 31. janúar 2022 19:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, eru miklir aðdáendur Liverpool og var knattspyrnustjóri félagsins dreginn inn í umræður um hversu stór og hröð skref ætti að stíga í að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eru ekki á einu máli um hvernig Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool, myndi bregðast við breyttum aðstæðum í kórónuveirufaldrinum, væri hann við stjórnvölinn. Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent